Snúum bökum saman – Jón Atla fyrir Háskóla Íslands Kristinn Andersen skrifar 15. apríl 2015 12:05 Það var ánægjulegt að sjá staðfestingu á þeim víðtæka stuðningi sem Jón Atli Benediktsson nýtur innan Háskóla Íslands þegar úrslit úr fyrri umferð rektorskosninga lágu fyrir á mánudag.Virk þátttaka Jóns Atla í rannsóknum og kennsluAf verkum Jóns Atla og kynnum til margra ára mæli ég heils hugar með honum sem næsta rektor Háskóla Íslands. Samhliða stjórnunarstörfum, sem honum hafa verið falin innan Háskólans, hefur hann áfram sinnt þeim mikilvægu þáttum í starfi prófessors sem eru rannsóknir og kennsla. Allt til þessa dags er hann í hópi öflugustu starfsmanna Háskólans hvað varðar ritvirkni og rannsóknir. Þá hafa sjö doktorsnemar lokið prófi undir handleiðslu hans frá árinu 2007. Jafnframt sinnir hann kennslu nemenda í grunnnámi og meðan rektorskjör er á næsta leiti tekur hann þann tíma sem þarf til að ljúka kennslu nemenda sinna á fyrsta ári. Það er mikilvægt að rektor hafi frá fyrstu hendi reynslu af þeim störfum sem Háskólinn byggir á og búi þannig að góðum skilningi á þörfum starfsfólks og nemenda á öllum stigum náms.Jón Atli og tengsl Háskólans við samfélagiðÍ störfum mínum um árabil við þróun og tæknirannsóknir utan Háskólans lágu leiðir okkar Jóns Atla iðulega saman, þar sem hann beitti sér fyrir auknum tengslum Háskólans við atvinnulífið. Enn fremur áttum við gott samstarf í Vísinda- og tækniráði þar sem ég sat um sinn, en þar hefur hann unnið ötullega fyrir Háskólann og rannsóknasamfélagið. Aðkoma hans að viðfangsefnum er lausnamiðuð, hann er ráðagóður, hefur skýra framtíðarsýn og með honum er gott að starfa. Það var fyrir tilstuðlan Jóns Atla að ég tók að mér verkfræðikennslu og umsjón með nemendaverkefnum samhliða öðrum störfum og gekk svo að fullu til starfa við Háskóla Íslands, sem hefur verið mér ánægjulegt og gefandi. Þannig hefur Jón Atli stuðlað að auknum tengslum Háskólans við samfélagið og eflt skilning og hag beggja af þeim tengslum.Viðurkenningar Jóns Atla á alþjóðlegum vettvangiJón Atli hefur verið valinn rafmagnsverkfræðingur ársins, sem er sameiginleg viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands og alþjóðlegu verkfræðisamtakanna IEEE. Hann hefur verið virkur í faglegu starfi, fræðistörfum, kennslu og með doktorsnemendum, og hefur hlotið viðurkenningar á sviði sínu á alþjóðlegum vettvangi sem hérlendis. Næstkomandi mánudag er tækifæri okkar til að sýna styrk Háskóla Íslands og sameinast um kjör Jóns Atla Benediktssonar í starf rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá staðfestingu á þeim víðtæka stuðningi sem Jón Atli Benediktsson nýtur innan Háskóla Íslands þegar úrslit úr fyrri umferð rektorskosninga lágu fyrir á mánudag.Virk þátttaka Jóns Atla í rannsóknum og kennsluAf verkum Jóns Atla og kynnum til margra ára mæli ég heils hugar með honum sem næsta rektor Háskóla Íslands. Samhliða stjórnunarstörfum, sem honum hafa verið falin innan Háskólans, hefur hann áfram sinnt þeim mikilvægu þáttum í starfi prófessors sem eru rannsóknir og kennsla. Allt til þessa dags er hann í hópi öflugustu starfsmanna Háskólans hvað varðar ritvirkni og rannsóknir. Þá hafa sjö doktorsnemar lokið prófi undir handleiðslu hans frá árinu 2007. Jafnframt sinnir hann kennslu nemenda í grunnnámi og meðan rektorskjör er á næsta leiti tekur hann þann tíma sem þarf til að ljúka kennslu nemenda sinna á fyrsta ári. Það er mikilvægt að rektor hafi frá fyrstu hendi reynslu af þeim störfum sem Háskólinn byggir á og búi þannig að góðum skilningi á þörfum starfsfólks og nemenda á öllum stigum náms.Jón Atli og tengsl Háskólans við samfélagiðÍ störfum mínum um árabil við þróun og tæknirannsóknir utan Háskólans lágu leiðir okkar Jóns Atla iðulega saman, þar sem hann beitti sér fyrir auknum tengslum Háskólans við atvinnulífið. Enn fremur áttum við gott samstarf í Vísinda- og tækniráði þar sem ég sat um sinn, en þar hefur hann unnið ötullega fyrir Háskólann og rannsóknasamfélagið. Aðkoma hans að viðfangsefnum er lausnamiðuð, hann er ráðagóður, hefur skýra framtíðarsýn og með honum er gott að starfa. Það var fyrir tilstuðlan Jóns Atla að ég tók að mér verkfræðikennslu og umsjón með nemendaverkefnum samhliða öðrum störfum og gekk svo að fullu til starfa við Háskóla Íslands, sem hefur verið mér ánægjulegt og gefandi. Þannig hefur Jón Atli stuðlað að auknum tengslum Háskólans við samfélagið og eflt skilning og hag beggja af þeim tengslum.Viðurkenningar Jóns Atla á alþjóðlegum vettvangiJón Atli hefur verið valinn rafmagnsverkfræðingur ársins, sem er sameiginleg viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands og alþjóðlegu verkfræðisamtakanna IEEE. Hann hefur verið virkur í faglegu starfi, fræðistörfum, kennslu og með doktorsnemendum, og hefur hlotið viðurkenningar á sviði sínu á alþjóðlegum vettvangi sem hérlendis. Næstkomandi mánudag er tækifæri okkar til að sýna styrk Háskóla Íslands og sameinast um kjör Jóns Atla Benediktssonar í starf rektors.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar