„Þú þvingar ekkert svar upp úr mér“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 14:15 Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda. Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57
Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13
Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52