„Þú þvingar ekkert svar upp úr mér“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 14:15 Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda. Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Kristján Loftsson gefur ekkert fyrir gagnrýni Vilhjálms Birgissonar á hækkun stjórnarlauna í HB Granda og segist ekki vilja svara því hvort hækka eigi lágmarkslaun til að ná sátt á vinnumarkaði. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði í gær að það hefði orðið ákveðið siðrof með þeirri ákvörðun aðalfundar HB Granda að ákveða 33 prósenta hækkun launa til stjórnarmanna á sama tíma og fyrirtækið og aðrir atvinnurekendur hefðu boðið almennu launafólki 3,5 til 4 prósenta launahækkanir. Laun stjórnarmanna hækkuðu í 200 þúsund krónur á mánuði og þá fær stjórnarformaðurinn tvöfaldan hlut, eða 400 þúsund. Vilhjálmur sagði óboðlegt að HB Grandi, sem greiðir hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð vegna rekstrar síðasta árs, væri ekki tilbúið að umbuna almennu starfsfólki sínu betur. Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda gefur lítið fyrir þessa gagnrýni Vilhjálms. „Við þurfum að tilkynna þessa aðalfundi löngu áður og þessi stjórnarlaun í HB Granda eru nú ekki neitt óhóf. Ef þú myndir bera þetta saman við önnur félög í Kauphöllinni þá erum við þar í neðstu sætunum,“ segir Kristján. Hann segir að til þess að fá einhverja til að vera í stjórn þá þurfi að greiða einhver laun.Finnst þér að atvinnurekendur ættu að sammælast um það að hækka lágmarkslaun eins og til dæmis laun fiskverkunarfólks hjá HB Granda þannig að þau nái upp í framfærsluviðmið? „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta er allt í gangi. Í gegnum árin hefur alltaf verið samið um eitthvað fyrir rest. Einhver lausn verður á þessu.“HB Grandi greiddi hluthöfum sínum 2,7 milljarða króna arð á síðasta aðalfundi. Er ekki fyrirtækið með fjárhagslega burði til að hækka vel lægstu launin? „Eflaust.“Mun það þá ekki gera það? „Það er hægt að ræða þetta í ýmsu ljósi. Ég veit ekkert um það. Við skulum bara sjá hvað kemur út úr þessu. Þú þvingar ekkert svar upp úr mér.“Finnst þér að atvinnurekendur ættu, til þess að skapa sátt á vinnumarkaði, að ná samstöðu um hækkun lágmarkslauna og láta stjórnendur sitja hjá við slíkar hækkanir? „Þegar þessir samningar eru í gangi þá finnst alltaf á þessu einhver lausn og ég ætla ekki að koma með neitt útspil í því. Það eru aðrir í forsvari fyrir það. Maður getur kannski lætt að þeim einhverjum hugmyndum en ég ætla ekkert að tjá mig um það í einhverju viðtali við þig á Bylgjunni. Það eru alveg hreinar línur,“ segir Kristján Loftsson.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, segir ekki koma til greina að draga þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. 15. apríl 2015 23:57
Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13
Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent