Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Agnes Linnet og Hilmar Jónsson skrifar 17. apríl 2015 12:43 Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. Nemendurnir hafa reyndar ekki setið lengi við borðin þegar karlmaður í stífpressuðum jakkafötum gengur rólega inn í stofuna. Maðurinn lítur kankvís yfir hópinn og brosir vinalega. Hann býður góðan daginn, sest við tölvuna, opnar glærusýninguna og dregur tjaldið fyrir töfluna. Að því loknu sest hann aftur á bláa, slitna stólinn við tölvuna og bíður þolinmóður. En um leið og klukkan er orðin tuttugu mínútur yfir átta rís hann aftur á fætur og spyr hópinn hvort ekki sé rétt að hefjast handa við greiningu rása. Hann fer úr jakkanum og í ljós kemur hvít, óaðfinnanlega straujuð skyrta. Átta útfylltum töflum síðar er kennslustundinni lokið og skyrtan er enn jafn hvít. Nokkrum vikum síðar er komið að lokum annarinnar og enn vottar ekki fyrir bláum, rauðum eða svörtum rákum eftir töflutússinn á ermum hans, jafnvel þó hann hafi skrifað jöfnur og tölur af mikilli elju klukkustundum saman. Hér er annað hvort um að ræða mann sem hefur gríðarlega nákvæma og þjálfaða úlnliðshreyfingu eða mann sem gerir einfaldlega ekki mistök. Þetta er Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, maðurinn sem vonandi verður kjörinn rektor skólans næsta mánudag.Missir fyrir deildina, fjársjóður fyrir háskólannEf við eigum að vera alveg hreinskilin, myndi það tvímælalaust henta okkur, nemum í grunnnámi í rafmagns- og tölvuverkfræði, best að fá svona öflugan fræðimann og framúrskarandi kennara aftur í fulla kennslu við deildina. Við vitum af reynslu að hann sinnir nemendum í grunnnámi vel og ekki síður þeim sem komnir eru lengra eftir menntaveginum. Hann veit svörin við spurningunum, eða að minnsta kosti hvar þau er að finna. Öll vitum við að það er fylgni á milli þess að vilja tala við aðra með bros á vör og vera í kosningabaráttu. Jón Atli gefur sér aftur á móti alltaf tíma til að hlusta. Hann er maður sem getur gert greinarmun á því sem við viljum og því sem við þurfum, hann á ekki í vandræðum með að greina þar á milli. Því viljum við gjarnan deila Jóni Atla með öllum nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands í starfi rektors. Jón Atli Benediktsson er maðurinn sem við treystum best til að sinna embætti rektors Háskóla Íslands og því mun hann, líkt og s.l. mánudag, fá atkvæði okkar þegar gengið verður til kosninga á ný mánudaginn 20. apríl 2015. Við hvetjum aðra nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands til að gera hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. Nemendurnir hafa reyndar ekki setið lengi við borðin þegar karlmaður í stífpressuðum jakkafötum gengur rólega inn í stofuna. Maðurinn lítur kankvís yfir hópinn og brosir vinalega. Hann býður góðan daginn, sest við tölvuna, opnar glærusýninguna og dregur tjaldið fyrir töfluna. Að því loknu sest hann aftur á bláa, slitna stólinn við tölvuna og bíður þolinmóður. En um leið og klukkan er orðin tuttugu mínútur yfir átta rís hann aftur á fætur og spyr hópinn hvort ekki sé rétt að hefjast handa við greiningu rása. Hann fer úr jakkanum og í ljós kemur hvít, óaðfinnanlega straujuð skyrta. Átta útfylltum töflum síðar er kennslustundinni lokið og skyrtan er enn jafn hvít. Nokkrum vikum síðar er komið að lokum annarinnar og enn vottar ekki fyrir bláum, rauðum eða svörtum rákum eftir töflutússinn á ermum hans, jafnvel þó hann hafi skrifað jöfnur og tölur af mikilli elju klukkustundum saman. Hér er annað hvort um að ræða mann sem hefur gríðarlega nákvæma og þjálfaða úlnliðshreyfingu eða mann sem gerir einfaldlega ekki mistök. Þetta er Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands, maðurinn sem vonandi verður kjörinn rektor skólans næsta mánudag.Missir fyrir deildina, fjársjóður fyrir háskólannEf við eigum að vera alveg hreinskilin, myndi það tvímælalaust henta okkur, nemum í grunnnámi í rafmagns- og tölvuverkfræði, best að fá svona öflugan fræðimann og framúrskarandi kennara aftur í fulla kennslu við deildina. Við vitum af reynslu að hann sinnir nemendum í grunnnámi vel og ekki síður þeim sem komnir eru lengra eftir menntaveginum. Hann veit svörin við spurningunum, eða að minnsta kosti hvar þau er að finna. Öll vitum við að það er fylgni á milli þess að vilja tala við aðra með bros á vör og vera í kosningabaráttu. Jón Atli gefur sér aftur á móti alltaf tíma til að hlusta. Hann er maður sem getur gert greinarmun á því sem við viljum og því sem við þurfum, hann á ekki í vandræðum með að greina þar á milli. Því viljum við gjarnan deila Jóni Atla með öllum nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands í starfi rektors. Jón Atli Benediktsson er maðurinn sem við treystum best til að sinna embætti rektors Háskóla Íslands og því mun hann, líkt og s.l. mánudag, fá atkvæði okkar þegar gengið verður til kosninga á ný mánudaginn 20. apríl 2015. Við hvetjum aðra nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands til að gera hið sama.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar