Handbolti

Hrafnhildur Hanna markadrottning Olís-deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markadrottning Olís-deildarinnar 2014-15.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markadrottning Olís-deildarinnar 2014-15. vísir/valli
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss, var markadrottning Olís-deildar kvenna í handbolta í vetur.

Hrafnhildur, sem er fædd árið 1995, skoraði 159 mörk í 22 leikjum fyrir Selfoss sem endaði í 8. sæti deildarinnar. Hrafnhildur og stöllur hennar mæta deildarmeisturum Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Hrafnhildur, sem hefur leikið fjóra A-landsleiki, skoraði 7,2 mörk að meðaltali í leik.

Kristín var með 7,8 mörk að meðaltali í leik í vetur.vísir/vilhelm
Valskonan Kristín Guðmundsdóttir kom næst á markalistanum með 149 mörk í 19 leikjum, fimm mörkum meira en Marija Gedroit úr Haukum sem skoraði 144 mörk í 22 leikjum.

Patricia Szölösi, leikmaður Fylkis, var númer fjögur á markalistanum með 133 mörk en Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram og Eyjakonurnar Ester Óskarsdóttir og Vera Lopes komu þar á eftir með 122 mörk hver.

Fimmtán leikmenn rufu 100 marka múrinn í vetur.

Marija Gedroit skoraði 144 mörk fyrir Hauka sem mæta ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.vísir/valli
Markahæstu leikmenn Olís-deildar kvenna:

1. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss - 159 mörk (22 leikir)

2. Kristín Guðmundsdóttir, Valur - 149 (19)

3. Marija Gedroit, Haukar - 144 (22)

4. Patricia Szölösi, Fylkir 133 (22)

5.-7. Ragnhildur Júlíusdóttir, Fram - 122 (20)

5.-7. Ester Óskarsdóttir, ÍBV - 122 (22)

5.-7. Vera Lopes, ÍBV - 122 (22)

8. Thea Imani Sturludóttir, Fylkir - 115 (22)

9. Emma Havin Sardardóttir, HK - 109 (22)

10. Brynhildur Kjartansdóttir, ÍR - 108 (18)

11. Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Grótta - 105 (22)

12. Paula Chirila, KA/Þór - 104 (22)

13.-14. Laufey Ásta Guðmundsdóttir, Grótta - 103 (18)

13.-14. Karen Helga Díönudóttir, Haukar - 103 (22)

15. Martha Hermannsdóttir, KA/Þór - 101 (14)


Tengdar fréttir

Landsliðskona í handbolta vann bæði gull og brons á EM í hópfimleikum

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Evrópumeistari með unglingalandsliði Íslands í hópfimleikum árið 2012, tók handboltann fram yfir fimleikana og komst í gær í A-landslið kvenna í handbolta í fyrsta sinn. Hún er einn af þremur nýliðum fyrir leiki í forkeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×