Körfubolti

Sara Rún: Þetta verður erfið rimma

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Úrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en þar eigast við Snæfell og Grindavík annars vegar og Keflavík og Haukar hinsvegar.

Keflavík hafnaði í öðru sæti deildarinnar en Haukar því þriðja og má búast við spennandi seríu.

„Þetta verður erfið rimma. Við munum þurfa að hafa fyrir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur.

„Við erum virkilega tilbúnar og búnar að æfa það hvernig við ætlum að spila.“

Snæfell varð deildarmeistari og fékk sex stigum meira en Keflavík. Áttu Suðurnesjastúlkurnar einhvern tíma möguleika á titlinum?

„Við áttum möguleika á því en klúðruðum því þegar við fórum í Hólminn og þær unnu okkur stórt. Við klúðruðum því þá,“ segir Sara Rún.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.