900 milljónir í kaupauka Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 11:19 Íslandsbanki og Arion banki gjaldfærðu tæplega einn milljarða í kaupauka fyrir árið 2014. vísir Arion banki gjaldfærði 542 milljónir króna á síðasta ári vegna kaupauka til starfsmanna en þetta kemur fram í ársreikningi bankans. Greiðslur vegna kaupauka árið áður námu 494 milljónum króna og 78 milljónum fyrir árið 2012. Hjá Íslandsbanka voru gjaldfærðar 358 milljónir vegna kaupauka til starfsfólks fyrir árið 2014 en 271 milljónir árið áður. Samtals er því um 900 milljónir að ræða hjá bönkunum tveimur. Hjá Landsbankanum er ekkert sérstakt kaupaukakerfi en árið 2013 fengu starfsmenn bankans aftur á móti tæplega eitt prósent hlut í bankanum. Reglur Fjármálaeftirlitsins segja til um að fjármálafyrirtækin geta samt sem áður ekki greitt út allan kaupaukann fyrr en eftir þrjú ár. Hér má sjá skjáskot frá ársreikningum bankanna.vísirReglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja voru samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins árið 2011. Í reglunum segir að á ársgrundvelli megi kaupauki starfsmanns ekki nema hærri fjárhæð en 25 prósent af árslaunum viðkomandi án kaupauka. Fresta skuli greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki þrjú ár, þannig að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífinu og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk bankans megi ekki selja sinn hlut fyrr en eftir þrjú ár og vísar til reglna FME.Sjá einnig: 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónumReglurnar leggja einnig bann við tryggðum kaupauka, þ.e.a.s. kaupauka sem starfsmaður fær óháð árangri í starfi. Einnig er mælt fyrir um lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka þegar mælikvarða um árangur í starfi er ekki náð. Nú liggur fyrir frumvarp inn á þingi frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að bónusgreiðslur nemi í mesta lagi 25,5 prósent af árslaunum hjá yfirstjórn og lykilstarfsmönnum fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi RÚV í gærkvöldi kom fram að Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn frumvarpinu á vissum sviðum og vilja geta greitt allt að 200 prósent árslauna í kaupaauka eins og evrópskur lagarammi segir til um. Tengdar fréttir 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónum Lykilstarfsmenn fengu margfalt hærri kaupauka en árið 2012. 17. september 2014 11:54 Til varnar kaupaukakerfi Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. 7. janúar 2015 10:30 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Arion banki gjaldfærði 542 milljónir króna á síðasta ári vegna kaupauka til starfsmanna en þetta kemur fram í ársreikningi bankans. Greiðslur vegna kaupauka árið áður námu 494 milljónum króna og 78 milljónum fyrir árið 2012. Hjá Íslandsbanka voru gjaldfærðar 358 milljónir vegna kaupauka til starfsfólks fyrir árið 2014 en 271 milljónir árið áður. Samtals er því um 900 milljónir að ræða hjá bönkunum tveimur. Hjá Landsbankanum er ekkert sérstakt kaupaukakerfi en árið 2013 fengu starfsmenn bankans aftur á móti tæplega eitt prósent hlut í bankanum. Reglur Fjármálaeftirlitsins segja til um að fjármálafyrirtækin geta samt sem áður ekki greitt út allan kaupaukann fyrr en eftir þrjú ár. Hér má sjá skjáskot frá ársreikningum bankanna.vísirReglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja voru samþykktar af stjórn Fjármálaeftirlitsins árið 2011. Í reglunum segir að á ársgrundvelli megi kaupauki starfsmanns ekki nema hærri fjárhæð en 25 prósent af árslaunum viðkomandi án kaupauka. Fresta skuli greiðslu hluta af kaupauka um að lágmarki þrjú ár, þannig að unnt sé að taka tillit til sveiflna í viðskiptalífinu og hagkerfinu sem geta haft áhrif á árangur. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk bankans megi ekki selja sinn hlut fyrr en eftir þrjú ár og vísar til reglna FME.Sjá einnig: 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónumReglurnar leggja einnig bann við tryggðum kaupauka, þ.e.a.s. kaupauka sem starfsmaður fær óháð árangri í starfi. Einnig er mælt fyrir um lækkun, afturköllun eða endurgreiðslu kaupauka þegar mælikvarða um árangur í starfi er ekki náð. Nú liggur fyrir frumvarp inn á þingi frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að bónusgreiðslur nemi í mesta lagi 25,5 prósent af árslaunum hjá yfirstjórn og lykilstarfsmönnum fjármálafyrirtækja. Í Kastljósi RÚV í gærkvöldi kom fram að Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn frumvarpinu á vissum sviðum og vilja geta greitt allt að 200 prósent árslauna í kaupaauka eins og evrópskur lagarammi segir til um.
Tengdar fréttir 100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónum Lykilstarfsmenn fengu margfalt hærri kaupauka en árið 2012. 17. september 2014 11:54 Til varnar kaupaukakerfi Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. 7. janúar 2015 10:30 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
100 starfsmenn Arion banka skipta með sér tæpum 400 milljónum Lykilstarfsmenn fengu margfalt hærri kaupauka en árið 2012. 17. september 2014 11:54
Til varnar kaupaukakerfi Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. 7. janúar 2015 10:30