Mustang kóngur kraftabílanna Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 13:31 Ford Mustang. Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent