Fótbolti

Falcao jafnaði markamet kólumbíska landsliðsins

Falcao er hér að skora gegn Bahrain.
Falcao er hér að skora gegn Bahrain. vísir/afp
Það hefur lítið gengið hjá Radamel Falcao í búningi Man. Utd en hann er að gera það gott með kólumbíska landsliðinu í landsleikjahléinu.

Hann er nú búinn að jafna markamet kólumbíska landsliðsins með því að skora 24 mörk. Markið sögulega kom úr víti í 3-1 sigri á Kúveit.

Þetta var þriðja mark Falcao í tveim landsleikjum Kólumbíumanna. Hann skoraði tvö mörk gegn Bahrain í 6-1 sigri.

Falcao er búinn að skora fjögur mörk í 22 leikjum með Man. Utd í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×