Innlent

5,5 milljónir í bætur vegna læknamistaka

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur/getty
Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða karlmanni rúmar 5,5 milljónir króna vegna rangrar greiningar læknis á áverkum sem maðurinn hafði hlotið í knattspyrnuleik árið 2005.

Maðurinn leitaði á Heilsugæsluna í Ólafsvík eftir að hafa fengið bolta í höndina og voru áverkar hans greindir sem tognun. Um tveimur mánuðum síðar fann maðurinn enn til eymsla og leitaði því aftur til læknis en var þá sendur heim með teygjuumbúðir.

Tæpu ári síðar fór maðurinn til handarskurðlæknis og þurfti í kjölfarið að gangast undir þrjár aðgerðir á úlnliðnum. Fram kom í röntgenmyndatöku að greinileg merki væru um beinbrot.

Héraðsdómur taldi að bótaábyrgð lægi hjá íslenska ríkinu vegna þeirra mistaka að greina manninn rangt í tvígang á heilsugæslunni. Íslenska ríkinu er því gert að greiða manninum 5,5 milljónir króna og féll allur málskostnaður niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×