Innlent

Sema Erla nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Sema Erla Serdar.
Sema Erla Serdar.
Sema Erla Serdar er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hún var kjörin formaður á landsfundi flokksins í dag og hafði betur gegn Sigríði Björk Jónsdóttur sem einnig var í framboði.

Sema Erla er formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og hefur setið í stjórn Kvennahreyfingarinnar síðustu tvö ár. Hún er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Edinborgarháskóla og starfar sem ritstjóri EVRÓPAN – fréttamiðils um Evrópumál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×