Fiat jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 14:21 Fiat 500X. Fiat, sem einnig á bandaríska bílaframleiðandann Chrysler, ætlar að nýta sér framleiðslu Chrysler og framleiða samhliða eins bíla og Chrysler undir merkjum Fiat. Sá fyrsti í þessari línu er Jeep Renegade sem fær nafnið 500X hjá Fiat. Ekki ætlar Fiat að láta það duga heldur ætlar einnig að framleiða stærri jeppa eða jeppling sem verður á milli Renegade og Cherokee af stærð. Jeep mun hætta framleiðslu á Compass og Patriot og mun þessi nýi bíll leysa þá af hólmi. Ekki eru komin nöfn á þennan systurbíl Chrysler og Fiat. Fiat hefur einnig hug á að högga í sama knérunn og lágverðsframleiðandinn Dacia, sem er í eigu Renault. Því er búist við því að Fiat framleiði jeppling sem byggður verður á sama grunni og Fiat Panda, en væri þó stærri, en einnig fjórhjóladrifinn. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent
Fiat, sem einnig á bandaríska bílaframleiðandann Chrysler, ætlar að nýta sér framleiðslu Chrysler og framleiða samhliða eins bíla og Chrysler undir merkjum Fiat. Sá fyrsti í þessari línu er Jeep Renegade sem fær nafnið 500X hjá Fiat. Ekki ætlar Fiat að láta það duga heldur ætlar einnig að framleiða stærri jeppa eða jeppling sem verður á milli Renegade og Cherokee af stærð. Jeep mun hætta framleiðslu á Compass og Patriot og mun þessi nýi bíll leysa þá af hólmi. Ekki eru komin nöfn á þennan systurbíl Chrysler og Fiat. Fiat hefur einnig hug á að högga í sama knérunn og lágverðsframleiðandinn Dacia, sem er í eigu Renault. Því er búist við því að Fiat framleiði jeppling sem byggður verður á sama grunni og Fiat Panda, en væri þó stærri, en einnig fjórhjóladrifinn.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent