Lífið

Ragnar Kjartansson málaði Galliano fyrir Vogue

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Ragnar Kjartansson og John Galliano
Ragnar Kjartansson og John Galliano Vísir
Listamaðurinn Ragnar Kjartansson málaði mynd af tískuhönnuðinum John Galliano, þegar hann var staddur hér á landi í desember. Myndin birtist í marsblaði tískutímaritsins Vogue. 

Í greininni í Vogue lýsir Hamish Bowles ferð þeirra til landsins, þar sem Ragnar málaði mynd af Galliano í stúdíói sínu niður við höfn. „Fyrst ætla ég að mála áruna þína, svo bakgrunnin og síðan þig,“ segir Bowles og lýsir þannig hvernig Ragnar vann myndina. 

Hann segir einnig frá upplifun þeirra af því að sjá Norðurljósin. „Við verðum að hringja í Pat McGrath (frægasti förðunarfræðingur heims) og segja henni að þetta sé akkúrat græni liturinn sem við vorum að leita að,“ sagði Galliano og bætti við: „Þetta er það mest töfrandi sem ég hef séð!“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.