Rukka skuldara um dráttarvexti þrátt fyrir lagalega óvissu Höskuldur Kári Schram skrifar 28. mars 2015 18:45 Lánafyrirtæki hika ekki við að leggja dráttarvexti á lán sem voru í skuldaskjóli þrátt fyrir að lagalegur ágreiningur ríki um málið. Umboðsmaður skuldara segir að með þessu sé fjármála- og innheimtufyrirtæki að refsa þeim skuldurum sem sóttu um aðstoð hjá embættinu. Einstaklingar sem sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara fóru strax í svokallað greiðsluskjól á meðan embættið lagði mat á umsóknina. Það ferli gat tekið marga mánuði og á meðan máttu skuldarar ekki greiða af sínum lánum. Gjaldagarnir hrönnuðust því upp og ef að umsókn var synjað lentu margir í því að lánið var gjaldfellt með tilheyrandi innheimtukostnaði og dráttarvöxtum. Lagalegur ágreiningur ríkir hins vegar um það hvort lánafyrirtækjum sé yfir höfuð heimilt að leggja dráttarvexti á lán sem voru í greiðsluskjóli. „Þetta er í raun og veru ágreiningur, lagalegur ágreiningur. Við teljum lögin um greiðsluaðlögun vera mjög skýr. Það er ekki heimilt að reikna dráttarvexti en í raun og veru hefur ekki verið úr þessu skorið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. „Þetta er ekki góð staða og það er verið að refsa fólki sem að sótti sér aðstoð og fór inn í svokallað greiðsluskjól og við teljum þetta ekki vera rétta túlkun á lögunum,“ segir Ásta. Reglunum var breytt árið 2011 þannig að fólk komst ekki í greiðsluskjól fyrr en búið var að samþykkja umsókn. Mörg hundruð manns sitja hins vegar uppi með þessa umdeildu dráttarvexti. Ásta segir að enn hafi enginn látið reyna á málið fyrir dómstólum en embættið getur ekki höfðað mál fyrir hönd skuldara. „Við höfum bent fólki á að leita til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki en dómstólar skera líka úr um túlkun laga. En ekkert mál hefur farið þangað ennþá,“ segir Ásta. Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Lánafyrirtæki hika ekki við að leggja dráttarvexti á lán sem voru í skuldaskjóli þrátt fyrir að lagalegur ágreiningur ríki um málið. Umboðsmaður skuldara segir að með þessu sé fjármála- og innheimtufyrirtæki að refsa þeim skuldurum sem sóttu um aðstoð hjá embættinu. Einstaklingar sem sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara fóru strax í svokallað greiðsluskjól á meðan embættið lagði mat á umsóknina. Það ferli gat tekið marga mánuði og á meðan máttu skuldarar ekki greiða af sínum lánum. Gjaldagarnir hrönnuðust því upp og ef að umsókn var synjað lentu margir í því að lánið var gjaldfellt með tilheyrandi innheimtukostnaði og dráttarvöxtum. Lagalegur ágreiningur ríkir hins vegar um það hvort lánafyrirtækjum sé yfir höfuð heimilt að leggja dráttarvexti á lán sem voru í greiðsluskjóli. „Þetta er í raun og veru ágreiningur, lagalegur ágreiningur. Við teljum lögin um greiðsluaðlögun vera mjög skýr. Það er ekki heimilt að reikna dráttarvexti en í raun og veru hefur ekki verið úr þessu skorið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. „Þetta er ekki góð staða og það er verið að refsa fólki sem að sótti sér aðstoð og fór inn í svokallað greiðsluskjól og við teljum þetta ekki vera rétta túlkun á lögunum,“ segir Ásta. Reglunum var breytt árið 2011 þannig að fólk komst ekki í greiðsluskjól fyrr en búið var að samþykkja umsókn. Mörg hundruð manns sitja hins vegar uppi með þessa umdeildu dráttarvexti. Ásta segir að enn hafi enginn látið reyna á málið fyrir dómstólum en embættið getur ekki höfðað mál fyrir hönd skuldara. „Við höfum bent fólki á að leita til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki en dómstólar skera líka úr um túlkun laga. En ekkert mál hefur farið þangað ennþá,“ segir Ásta.
Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira