Rukka skuldara um dráttarvexti þrátt fyrir lagalega óvissu Höskuldur Kári Schram skrifar 28. mars 2015 18:45 Lánafyrirtæki hika ekki við að leggja dráttarvexti á lán sem voru í skuldaskjóli þrátt fyrir að lagalegur ágreiningur ríki um málið. Umboðsmaður skuldara segir að með þessu sé fjármála- og innheimtufyrirtæki að refsa þeim skuldurum sem sóttu um aðstoð hjá embættinu. Einstaklingar sem sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara fóru strax í svokallað greiðsluskjól á meðan embættið lagði mat á umsóknina. Það ferli gat tekið marga mánuði og á meðan máttu skuldarar ekki greiða af sínum lánum. Gjaldagarnir hrönnuðust því upp og ef að umsókn var synjað lentu margir í því að lánið var gjaldfellt með tilheyrandi innheimtukostnaði og dráttarvöxtum. Lagalegur ágreiningur ríkir hins vegar um það hvort lánafyrirtækjum sé yfir höfuð heimilt að leggja dráttarvexti á lán sem voru í greiðsluskjóli. „Þetta er í raun og veru ágreiningur, lagalegur ágreiningur. Við teljum lögin um greiðsluaðlögun vera mjög skýr. Það er ekki heimilt að reikna dráttarvexti en í raun og veru hefur ekki verið úr þessu skorið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. „Þetta er ekki góð staða og það er verið að refsa fólki sem að sótti sér aðstoð og fór inn í svokallað greiðsluskjól og við teljum þetta ekki vera rétta túlkun á lögunum,“ segir Ásta. Reglunum var breytt árið 2011 þannig að fólk komst ekki í greiðsluskjól fyrr en búið var að samþykkja umsókn. Mörg hundruð manns sitja hins vegar uppi með þessa umdeildu dráttarvexti. Ásta segir að enn hafi enginn látið reyna á málið fyrir dómstólum en embættið getur ekki höfðað mál fyrir hönd skuldara. „Við höfum bent fólki á að leita til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki en dómstólar skera líka úr um túlkun laga. En ekkert mál hefur farið þangað ennþá,“ segir Ásta. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Lánafyrirtæki hika ekki við að leggja dráttarvexti á lán sem voru í skuldaskjóli þrátt fyrir að lagalegur ágreiningur ríki um málið. Umboðsmaður skuldara segir að með þessu sé fjármála- og innheimtufyrirtæki að refsa þeim skuldurum sem sóttu um aðstoð hjá embættinu. Einstaklingar sem sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara fóru strax í svokallað greiðsluskjól á meðan embættið lagði mat á umsóknina. Það ferli gat tekið marga mánuði og á meðan máttu skuldarar ekki greiða af sínum lánum. Gjaldagarnir hrönnuðust því upp og ef að umsókn var synjað lentu margir í því að lánið var gjaldfellt með tilheyrandi innheimtukostnaði og dráttarvöxtum. Lagalegur ágreiningur ríkir hins vegar um það hvort lánafyrirtækjum sé yfir höfuð heimilt að leggja dráttarvexti á lán sem voru í greiðsluskjóli. „Þetta er í raun og veru ágreiningur, lagalegur ágreiningur. Við teljum lögin um greiðsluaðlögun vera mjög skýr. Það er ekki heimilt að reikna dráttarvexti en í raun og veru hefur ekki verið úr þessu skorið,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. „Þetta er ekki góð staða og það er verið að refsa fólki sem að sótti sér aðstoð og fór inn í svokallað greiðsluskjól og við teljum þetta ekki vera rétta túlkun á lögunum,“ segir Ásta. Reglunum var breytt árið 2011 þannig að fólk komst ekki í greiðsluskjól fyrr en búið var að samþykkja umsókn. Mörg hundruð manns sitja hins vegar uppi með þessa umdeildu dráttarvexti. Ásta segir að enn hafi enginn látið reyna á málið fyrir dómstólum en embættið getur ekki höfðað mál fyrir hönd skuldara. „Við höfum bent fólki á að leita til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki en dómstólar skera líka úr um túlkun laga. En ekkert mál hefur farið þangað ennþá,“ segir Ásta.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira