Lífið

Dómarinn kominn með aflitað hár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Steinþór Helgi í stólnum
Steinþór Helgi í stólnum myndir/instagram og twitter síða steinþórs
Steinþór Helgi Arnsteinsson, annar spurningahöfundur og dómari Gettu Betur, hefur aflitað á sér hárið. Fyrir tæpri viku, á meðan undanúrslitakeppni FVA og FG stóð yfir, tísti Steinþór því að hann myndi aflita á sér hárið fyrir 300 retweet. Þau urðu alls ríflega 400 og nú hefur hann staðið við stóru orðin.





Úrslitakeppni Gettu Betur fer fram á morgun en þar eigast við Fjölbrautarskólinn í Garðabæ og Menntaskólinn í Reykjavík. Hinn dómarinn, Margrét Erla Maack, tísti hins vegar hvort hún ætti að vera á maganum. Útlit er því fyrir að dómarar verði talsvert öðruvísi en fólk á að venjast í úrslitaþættinum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.