Mercedes Benz GLC fær mýkri línur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 11:26 Mikið breytt útlit frá síðasta GLK-bíl. Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent
Þessi mynd náðist af nýjum Mercedes Benz GLC, án feluklæða, sem leysa mun brátt af hólmi GLK jeppa Benz. Eins og sjá má leika mýkri línur nú um bílinn, en mörgum þótti GLK-bíllinn full kantaður í útliti. Nef nýja bílsins er mun lægra og afturhlutinn hallar aftur og ber keim af „coupe“-lagi. Nýr GLC kemur á markað í sumar. Hvað vélarkosti í þessum nýja bíl áhrærir þykir líklegt að hann bjóðist með 2,0 lítra forþjöppuvél og 3,0 lítra vél með tveimur forþjöppum. Þá hefur sést til bílsins við prófanir með mjög öflugri vél sem líklega er 4,0 lítra V8 vél, einnig með tveimur forþjöppum, eða 3,0 lítra vélinni sem einnig finnst í C450 AMG Sport bílnum og skartar hún einnig tveimur forþjöppum. Sú útgáfa bílsins verður að minnsta kosti enginn letingi.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent