Skrifstofustjórinn dregur til baka framboð sitt til stjórnar VÍS ingvar haraldsson skrifar 12. mars 2015 14:25 Í tilkynningu frá Maríönnu kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin vegna umræðu sem framboð hennar hafi skapað. vísir/vilhelm Maríanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur dregið til baka framboð sitt til stjórnar VÍS. Í tilkynningu frá Maríönnu kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin vegna umræðu sem framboð hennar hafi skapað og höfuðmáli skipti fyrir hag hvers fyrirtækis að trúverðugleiki ríki um stjórn þess.Sjá einnig: Skrifstofustjóri í stjórnarframboði Ýmsar spurningar vöknuðu um hagsmunárekstra yrði Maríanna kosinn til stjórnarsetu í VÍS því fyrirtækið lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Maríanna naut stuðnings Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins en A-deild sjóðsins á 6,42 prósent í fyrirtækinu. „Við þekkjum Maríönnu afskaplega vel. Hún starfaði lengi í stjórn lífeyrissjóðsins og oftar en ekki sem formaður eða varaformaður. Þegar sú hugmynd kom upp, þá var svona gengið úr skugga um það hvort þetta samrýmdist hennar stöðu innan fjármálaráðuneytisins. Það kom svar að þeir sæju enga meinbugi á því. Og þá stöndum við á bak við framboð hennar,“ var haft eftir Árna Stefáni Jónsson, formanni stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í Fréttablaðinu í dag. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kom einnig fram að ekki giltu takmarkanir um stjórnarsetu starfsmanna ráðuneytisins að undanskilum skrifstofum efnahagsmála og fjármálamarkaðar og lögfræðisviðs. Í kjölfar þess að Maríanna hefur dregið framboð sitt til baka er sjálfkjörið í stjórn VÍS en hana munu skipa: Ásta Dís Óladóttir, Bjarni Brynjólfsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir og Steinar Þór Guðgeirsson. Tengdar fréttir Skrifstofustjóri í stjórnarframboði Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu býður sig fram til stjórnar Vátryggingafélags Íslands. Nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Stjórnarformaður lífeyrissjóðsins segir fjármálaráðuneytið ekki hafa gert athugasemdir við framboðið. 12. mars 2015 07:00 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Maríanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur dregið til baka framboð sitt til stjórnar VÍS. Í tilkynningu frá Maríönnu kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin vegna umræðu sem framboð hennar hafi skapað og höfuðmáli skipti fyrir hag hvers fyrirtækis að trúverðugleiki ríki um stjórn þess.Sjá einnig: Skrifstofustjóri í stjórnarframboði Ýmsar spurningar vöknuðu um hagsmunárekstra yrði Maríanna kosinn til stjórnarsetu í VÍS því fyrirtækið lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Maríanna naut stuðnings Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins en A-deild sjóðsins á 6,42 prósent í fyrirtækinu. „Við þekkjum Maríönnu afskaplega vel. Hún starfaði lengi í stjórn lífeyrissjóðsins og oftar en ekki sem formaður eða varaformaður. Þegar sú hugmynd kom upp, þá var svona gengið úr skugga um það hvort þetta samrýmdist hennar stöðu innan fjármálaráðuneytisins. Það kom svar að þeir sæju enga meinbugi á því. Og þá stöndum við á bak við framboð hennar,“ var haft eftir Árna Stefáni Jónsson, formanni stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í Fréttablaðinu í dag. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins kom einnig fram að ekki giltu takmarkanir um stjórnarsetu starfsmanna ráðuneytisins að undanskilum skrifstofum efnahagsmála og fjármálamarkaðar og lögfræðisviðs. Í kjölfar þess að Maríanna hefur dregið framboð sitt til baka er sjálfkjörið í stjórn VÍS en hana munu skipa: Ásta Dís Óladóttir, Bjarni Brynjólfsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Helga Jónsdóttir og Steinar Þór Guðgeirsson.
Tengdar fréttir Skrifstofustjóri í stjórnarframboði Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu býður sig fram til stjórnar Vátryggingafélags Íslands. Nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Stjórnarformaður lífeyrissjóðsins segir fjármálaráðuneytið ekki hafa gert athugasemdir við framboðið. 12. mars 2015 07:00 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Skrifstofustjóri í stjórnarframboði Skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu býður sig fram til stjórnar Vátryggingafélags Íslands. Nýtur stuðnings Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Stjórnarformaður lífeyrissjóðsins segir fjármálaráðuneytið ekki hafa gert athugasemdir við framboðið. 12. mars 2015 07:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun