Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar 1. maí 2025 12:02 Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun