Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar 1. maí 2025 12:02 Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns. Íslenskt samfélag er mjög vinnumiðað og Íslendingar verja margir bróðurparti dagsins í vinnunni. En er vinnumarkaðurinn aðgengilegur? Ég verð því miður að færa ykkur þær fréttir að hann er það ekki í augnablikinu. Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi, þá sérstaklega ungt fatlað fólk. Fatlað fólk segir helst ekki frá fötlun sinni á umsókninni því þá fær það ekki einu sinni viðtal, þrátt fyrir að vera hæfur kandidat. Effólk fær viðtal og hefur sleppt því að segja frá fötluninni í umsókninni þá eru dæmi um að sá sem tekur viðtalið kvarti yfir því að umsækjandi hafi ekki sagt frá fötluninni og viðtalið snúist meira og minna um fötlunina, þó að hún skipti engu máli í tengslum við starfið sjálft. „Það eru sko stigar hérna“, „þarftu ekki að fara oft í sjúkraþjálfun“ og svo má lengi telja. Það er vandlifað á þessu landi en nú er heldur betur bjart framundan! ÖBÍ réttindsamtök fengu kynningu fyrir tveimur árum á verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar leiða sem nefnist United Nations Disability Inclusion Strategy (UNDIS). UNDIS er verkferill sem segir til um það hvernig er hægt að aðlaga vinnustaði þannig að þeir séu aðgengilegir og inngildandi fyrir fatlað fólk. ÖBÍ hefur verið í samstarfi við Vinnumálastofnun varðandi innleiðingu UNDIS á Íslandi og hefur verkferillinn verið íslenskaður og fengið þetta fallega nafn Unndís. Unndís er leiðarstefið í mikilvægri vinnu í tengslum við nýtt örorkulífeyriskerfi þar sem allir sem vilja eiga að fá störf við hæfi. Ég er rosalega spenntur fyrir breytingunum og er bjartsýnn á að þær takist vel, öllum til heilla. Það er mikilvægt að gefa öllum sem vilja tækifæri á því að taka þátt á vinnumarkaði, með viðeigandi aðlögun og stuðningi ef það á við en það er mikilvægt að muna að það gildir ekki það sama um allt fatlað fólk. Fatlað fólk er eins mismunandi og við erum mörg, rétt eins og á við um alla, en það sem við eigum þó öll sameiginlegt er að við viljum fá að taka þátt í samfélaginu. Því að þátttaka á öllum sviðum samfélagsins er möguleg og brýn. Kæru samlandar, til hamingju með baráttudag verkalýðsins! Hjálpumst að við að gera vinnumarkaðinn aðgengilegan og inngildandi öllum sem vilja, samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er formaður UngÖBÍ.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar