Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar 30. apríl 2025 11:32 Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vestmannaeyingar eiga Vestmannaeyjar Nýlega birtist í fréttum að Óbyggðanefnd hefði komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um eyjar og sker þar sem þetta á við var þar með hafnað . Í kröfulýsingu fjármálaráðherra frá 2. febrúar 2024 var gerð krafa um að Vestmannaeyjar væru þjóðlenda. Í ljósi framkominna eignaheimilda Vestmannaeyjabæjar að eyjunum, og í ljósi fyrrnefndrar niðurstöðu Óbyggðanefndar, óska ég hér með eftir því fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að þessi kröfugerð ríkisins verði í heild sinni dregin til baka. Vestmannaeyjar eru ein heild Vestmannaeyjar mynda ákveðna heild sem hefur verið nýtt með öllum mögulegum hætti af bændum í Eyjum allt frá landnámi. Fjarlægð milli eyjanna er um 2 km. og styttri ef horft er út frá heildinni. Að mati Vestmannaeyjabæjar er eignarréttur að Vestmannaeyjum í heild sinni skýr og óvéfengjanlegur, þ.m.t. Heimaey, úteyjar og sker. Samkvæmt Landnámu voru Vestmannaeyjar numdar af Herjólfi Bárðarsyni bónda í Herjólfsdal og syni hans Ormi. Vestmannaeyjar voru í eigu bænda frá landnámi en komust í eigu Skálholtsstaðar í biskupstíð Magnúsar Einarssonar, Magnús varð biskup í Skálholti 1134. Vestmannaeyjar í heild sinni urðu síðar konungseign, fyrst þess norska og síðar þess danska og taldar sérstök eign konungs. Eignarréttur konungs á Vestmannaeyjum færðist svo yfir til íslenska ríkisins 1874 og sá eignarréttur var framseldur, með sérstökum lögum frá Alþingi, frá íslenska ríkinu til Vestmannaeyjabæjar 23. ágúst 1960 með afsali sem þinglýst var 17. nóvember sama ár. Í meðförum Alþingis kemur skýrt fram að afsalað er öllum eignarrétti íslenska ríkisins, þ.m.t. úteyjar allar. Hver tilgangurinn? Því spyr ég fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar hver er tilgangurinn með þessari kröfugerð fjármálaráðherra? Af hverju freistar ráðherra þess nú að hnekkja ákvörðun Alþingis og ríkisstjórnar frá 1960? Hvert er vandamálið sem fjármálaráðherra telur sig vera að leysa með þessari kröfugerð? Hverju væri ríkið bættara með að hrifsa eignarhaldið á Vestmannaeyjum frá Vestmannaeyingum? Vestmannaeyjabær er handhafi beins eignarréttar að Vestmannaeyjum í heild sinni, með þeim undantekningum sem fram koma í afsali 1960, og enn má telja í gildi þ.e. vitajörðina Stórhöfða sem ríkið hélt eftir. Ítrekuð er óskin um að krafa ríkisins um að Vestmannaeyjar teljist þjóðlenda, verði dregin til baka nú þegar, enda ljóst að hún hefur byggst á misskilningi, eins og rakið hefur verið, og á sér enga stoð hvorki sögulega né lagalega. Ríkið getur ekki kallað til sín eign sem það hefur selt og afsalað með sérstakri lagasetningu á Alþingi. Það er komið gott! Ég skora á þig ráðherra fjármála að hætta að reyna að eignast hluta Vestmannaeyja, leggja þessa óbyggðarvegferð af – Vestmannaeyjar eru byggð en ekki óbyggð -og spara í leiðinni háar fjárhæðir fyrir ríkisjóð vegna málareksturs fyrir dómstólum. Fjárhæðir sem væri hægt að nýta í nauðsynleg verkefni eins og að bæta vegakerfið eða styðja við framþróun í menntakerfinu. Kærar kveðjur frá Eyjum Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun