Innlent

Karladillibossar koma að lokuðum dyrum

Jakob Bjarnar skrifar
Ef Ólafur Darri leikari vill fara í ristilspeglun, verður hann að finna aðra leið til þess en um pöntunarvef Krabbameinsfélagsins.
Ef Ólafur Darri leikari vill fara í ristilspeglun, verður hann að finna aðra leið til þess en um pöntunarvef Krabbameinsfélagsins.
Þeir karlar sem svara kallinu – að fara í skoðun og krabbameinsleit koma að lokuðum dyrum á vef Krabbameinsfélagsins. Sá möguleiki er ekki inni í myndinni að panta sér tíma í ristilkrabbameinsleit, eða krabbameinsleit yfir höfuð, sértu karl.

Sjaldan eða aldrei hefur verið lagt eins mikið í Mottumars og eru allir karlar hvattir eindregið til að fara í krabbameinsleit; þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein í ristli. Auglýsing þar sem þekkir íslenskir karlar dilla bossum sínum í takt við lag AmabaDama hefur verið keyrð. „Því fyrr sem krabbamein greinist, því meiri líkur eru á lækningu“: „Árlega greinast 75 karlmenn með ristilkrabbamein“ og „Skipuleg leit að ristilkrabbameini bjargar mannslífum“ eru meðal þeirra slagorða sem keyrt er á.

En, svari karlar kallinu koma þeir að lokuðum dyrum. Sé farið inn á vef Krabbameinsfélagsins, krabb punktur is, með það fyrir augum að vilja panta sér tíma er aðeins í boði að fara í brjósta myndatöku og leghálsstrok.

Karl Pétur Jónsson framkvæmdastjóri segir þetta skjóta skökku við en hann vekur athygli á þessu á sinni Facebooksíðu: „Einkennilegt að á sama tíma og Krabbameinsfélagið stendur fyrir árvekniátaki fyrir karla, þarf maður að vera kona til að geta pantað tíma í krabbameinsleit hjá félaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×