Viðskipti innlent

Íslenskur vefhönnuður slær í gegn erlendis

ingvar haraldsson skrifar
Ný vefsíða hönnuðarins Guðmundar Ragnars Einarssonar hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna erlendis.
Ný vefsíða hönnuðarins Guðmundar Ragnars Einarssonar hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna erlendis. mynd/gre
Ný heimasíða vefhönnuðarins Guðmundar Ragnars Einarssonar eða GRE eins og hann er jafnan kallaður hefur heldur betur slegið í geng.

Vefsíðan, GRE.is, sem opnuð var fyrir nokkrum dögum hefur hlotið tilnefningar til þriggja vefverðlauna. Stærst þeirra tilnefninga er frá CSS Design Awards þar sem síðan er tilnefnd í flokknum Website of the day, eða vefsíða dagsins. Guðmundur keppir þar við stórar hönnunarstofur alls staðar að úr heiminum.

Hægt að kjósa vefsíðu Guðmundar á heimsíðu CSS Design Awards fram á kvöld en þá líkur keppninni.

Komist vefsíðan áfram í mun hún keppast um að hljóta nafnbótina vefsíða mánaðarins. Vinnist sá slagur einnig mun vefsíðan keppa um vefsíðu ársins og því er til mikils að vinna.

Sjá einnig: Fylltist stolti þegar hann sá vefsíðu sína í Bond-mynd

Stærsta verkefni Guðmundar var að hanna vef The Daily Mail, mest lesnu bresku fréttasíðuna, ásamt þremur öðrum hönnuðum. Þá hefur Guðmundur einnig unnið verkefni fyrir CNN auk þess að hanna nýja heimasíðu Lögreglunnar en hún var tilnefnd til íslensku vefverðlaunannaþ


Tengdar fréttir

Fylltist stolti þegar hann sá vefsíðu sína í Bond-mynd

Guðmundur R. Einarsson hannaði vef Daily Mail, sem er einn vinsælasti fréttavefur í heimi. Hann segir möguleika Íslendinga í vefhönnun á alþjóðavísu vera mikla og vill hjálpa öðrum að komast í tengsl erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×