Lítill gjaldeyrisforði veldur haftahópi áhyggjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 19:04 Hjá framkvæmdahópi um afnám gjaldeyrishafta er litið svo á að það sé áhyggjuefni að hreinn tiltæktur gjaldeyrisforði ríkisins sé aðeins 53 milljarðar króna. Ekki sé til gjaldeyrir til að skipta út krónueignum slitabúa föllnu bankanna án þess að taka lán fyrir því. Seðlabankinn hefur aðgang að jafnvirði 530 milljarða í formi lána. Stærsta vandamálið sem tengist slitabúum föllnu bankanna snýr að krónueignum þeirra sem ógna fjármálastöðugleika á Íslandi. Slitabú Kaupþings á 162,5 milljarða í krónum, samkvæmt síðasta birta fjárhagsyfirliti. Inni í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Arion banka. Glitnir á 319 milljarða í krónum og í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Íslandsbanka. Þá eru aflandskrónur í eigu erlendra einstaklinga og lögaðila um 300 milljarðar. Samtals 781,5 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er 530 milljarðar. Hreinn gjaldeyrisforði, þegar lánin hafa verið dregin frá, er jafnvirði aðeins 53 milljarða króna. Í framkvæmdahópi um afnám hafta hafa heyrst áhyggjuraddir um hversu lítill hreinn gjaldeyrisforði sé, jafnvel þótt hann hafi aukist og farið úr neikvæðri stöðu á síðasta ári. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið Fjármálastöðugleiki var kynnt fyrir tæpu ári að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa út krónueignir slitabúa föllnu bankanna, þ.e. skipta þeim í gjaldeyri.Gjaldeyrisforðinn ekki notaður til að leysa út krónustöður „Það hefur ekki staðið til að nota gjaldeyrisvaraforða landsmanna til að leysa út þessar krónustöður og það er það sem vinna vegna losunar hafta gengur meðal annars út á. Hins vegar er það svo allt annað mál að við þurfum til lengdar að vera með meiri forða sem er ekki skuldsettur með erlendum lánum og við erum að þokast þangað,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Blasir þá ekki við niðurfærsla þessara krónueigna? „Það er ein leið, önnur leið er að það komi annar gjaldeyrir inn (í þjóðarbúið) sem er ekki í þessum forða,“ segir Már Hann segist þar vera að vísa í kaup á þessum krónueignum fyrir gjaldeyri og kaupandinn skuldbindi sig til að halda þeim í ákveðinn tíma þrýsti ekki á að skipta þeim. Þetta sé þó fremur ósennilegt það sem svo háar fjárhæðir krónueigna sé að ræða. „Væntanlega verður þetta, eins og svo margt í lífinu, einhvers konar blönduð leið,“ segir Már. Hann segist vongóður um að það dragi til tíðinda um afnám hafta á þessu ári. Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Hjá framkvæmdahópi um afnám gjaldeyrishafta er litið svo á að það sé áhyggjuefni að hreinn tiltæktur gjaldeyrisforði ríkisins sé aðeins 53 milljarðar króna. Ekki sé til gjaldeyrir til að skipta út krónueignum slitabúa föllnu bankanna án þess að taka lán fyrir því. Seðlabankinn hefur aðgang að jafnvirði 530 milljarða í formi lána. Stærsta vandamálið sem tengist slitabúum föllnu bankanna snýr að krónueignum þeirra sem ógna fjármálastöðugleika á Íslandi. Slitabú Kaupþings á 162,5 milljarða í krónum, samkvæmt síðasta birta fjárhagsyfirliti. Inni í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Arion banka. Glitnir á 319 milljarða í krónum og í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Íslandsbanka. Þá eru aflandskrónur í eigu erlendra einstaklinga og lögaðila um 300 milljarðar. Samtals 781,5 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er 530 milljarðar. Hreinn gjaldeyrisforði, þegar lánin hafa verið dregin frá, er jafnvirði aðeins 53 milljarða króna. Í framkvæmdahópi um afnám hafta hafa heyrst áhyggjuraddir um hversu lítill hreinn gjaldeyrisforði sé, jafnvel þótt hann hafi aukist og farið úr neikvæðri stöðu á síðasta ári. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið Fjármálastöðugleiki var kynnt fyrir tæpu ári að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa út krónueignir slitabúa föllnu bankanna, þ.e. skipta þeim í gjaldeyri.Gjaldeyrisforðinn ekki notaður til að leysa út krónustöður „Það hefur ekki staðið til að nota gjaldeyrisvaraforða landsmanna til að leysa út þessar krónustöður og það er það sem vinna vegna losunar hafta gengur meðal annars út á. Hins vegar er það svo allt annað mál að við þurfum til lengdar að vera með meiri forða sem er ekki skuldsettur með erlendum lánum og við erum að þokast þangað,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Blasir þá ekki við niðurfærsla þessara krónueigna? „Það er ein leið, önnur leið er að það komi annar gjaldeyrir inn (í þjóðarbúið) sem er ekki í þessum forða,“ segir Már Hann segist þar vera að vísa í kaup á þessum krónueignum fyrir gjaldeyri og kaupandinn skuldbindi sig til að halda þeim í ákveðinn tíma þrýsti ekki á að skipta þeim. Þetta sé þó fremur ósennilegt það sem svo háar fjárhæðir krónueigna sé að ræða. „Væntanlega verður þetta, eins og svo margt í lífinu, einhvers konar blönduð leið,“ segir Már. Hann segist vongóður um að það dragi til tíðinda um afnám hafta á þessu ári.
Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira