„Þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 11:59 Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Fullkomin óvissa er um hvernig eigi að leysa úr krónueign slitabúa föllnu bankanna sem samkvæmt uppfærðu mati Seðlabankans nemur núna 497 milljörðum króna, eða þriðjungi landsframleiðslunnar. Þjóðarbúið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að leysa þessar krónur út. Seðlabanki Íslands kynnti í morgun nýjustu útgáfu rits um Fjármálastöðugleika á Íslandi en hluti ritsins er helgaður áhrifum uppgjöra slitabúa föllnu bankanna á þjóðarbúið. Fram kemur í ritinu uppfært mat á krónueign föllnu bankanna, þ.e. slitabúa þeirra, sem kröfuhafar bankanna eiga. Seðlabankinn áætlaði í október 2012 að þessi fjárhæð næmi 460 milljörðum króna. Nú er talið að samtals séu þetta 497 milljarðar króna, en um helmingur upphæðarinnar eru tveir viðskiptabankar, Arion banki og Íslandsbanki. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið var kynnt að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa þessar krónueignir út, þ.e. skipta þeim í erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn er í raun engu nær núna en fyrir nokkrum árum hvernig það eigi að gera. Viðskiptajöfnuður er mismunur á innflutning og útflutningi. Í raun þurfa Íslendingar að sýna ábyrgð þegar kemur að innflutningi því þjóðarbúið er ekki að framleiða nægan gjaldeyri, þótt ráð sé gert fyrir að viðskiptajöfnuðurinn verði jákvæður um 3,5 prósent af landsframleiðslunni að meðaltali á næstu árum. Það er bara ekki nóg. Þú myndir segja að þetta væri enn stór óvissuþáttur, þ.e þessi tæplega 500 milljarða krónueign slitabúanna? „Það er alveg ljóst að þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út í gegnum viðskiptajöfnuð. Það þarf einhverjar aðrar leiðir, hvort sem það er að þjóðarbúið selji erlendar eignir sem við teljum ekki vera raunhæft til þess að mæta þessu eða þá að einhverjar aðrar leiðir verði farnar.“Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða leiðir það séu? „Nei. Þessar leiðir er bara verið að skoða núna.“ Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Fullkomin óvissa er um hvernig eigi að leysa úr krónueign slitabúa föllnu bankanna sem samkvæmt uppfærðu mati Seðlabankans nemur núna 497 milljörðum króna, eða þriðjungi landsframleiðslunnar. Þjóðarbúið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að leysa þessar krónur út. Seðlabanki Íslands kynnti í morgun nýjustu útgáfu rits um Fjármálastöðugleika á Íslandi en hluti ritsins er helgaður áhrifum uppgjöra slitabúa föllnu bankanna á þjóðarbúið. Fram kemur í ritinu uppfært mat á krónueign föllnu bankanna, þ.e. slitabúa þeirra, sem kröfuhafar bankanna eiga. Seðlabankinn áætlaði í október 2012 að þessi fjárhæð næmi 460 milljörðum króna. Nú er talið að samtals séu þetta 497 milljarðar króna, en um helmingur upphæðarinnar eru tveir viðskiptabankar, Arion banki og Íslandsbanki. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið var kynnt að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa þessar krónueignir út, þ.e. skipta þeim í erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn er í raun engu nær núna en fyrir nokkrum árum hvernig það eigi að gera. Viðskiptajöfnuður er mismunur á innflutning og útflutningi. Í raun þurfa Íslendingar að sýna ábyrgð þegar kemur að innflutningi því þjóðarbúið er ekki að framleiða nægan gjaldeyri, þótt ráð sé gert fyrir að viðskiptajöfnuðurinn verði jákvæður um 3,5 prósent af landsframleiðslunni að meðaltali á næstu árum. Það er bara ekki nóg. Þú myndir segja að þetta væri enn stór óvissuþáttur, þ.e þessi tæplega 500 milljarða krónueign slitabúanna? „Það er alveg ljóst að þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út í gegnum viðskiptajöfnuð. Það þarf einhverjar aðrar leiðir, hvort sem það er að þjóðarbúið selji erlendar eignir sem við teljum ekki vera raunhæft til þess að mæta þessu eða þá að einhverjar aðrar leiðir verði farnar.“Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða leiðir það séu? „Nei. Þessar leiðir er bara verið að skoða núna.“
Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira