„Þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 11:59 Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Fullkomin óvissa er um hvernig eigi að leysa úr krónueign slitabúa föllnu bankanna sem samkvæmt uppfærðu mati Seðlabankans nemur núna 497 milljörðum króna, eða þriðjungi landsframleiðslunnar. Þjóðarbúið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að leysa þessar krónur út. Seðlabanki Íslands kynnti í morgun nýjustu útgáfu rits um Fjármálastöðugleika á Íslandi en hluti ritsins er helgaður áhrifum uppgjöra slitabúa föllnu bankanna á þjóðarbúið. Fram kemur í ritinu uppfært mat á krónueign föllnu bankanna, þ.e. slitabúa þeirra, sem kröfuhafar bankanna eiga. Seðlabankinn áætlaði í október 2012 að þessi fjárhæð næmi 460 milljörðum króna. Nú er talið að samtals séu þetta 497 milljarðar króna, en um helmingur upphæðarinnar eru tveir viðskiptabankar, Arion banki og Íslandsbanki. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið var kynnt að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa þessar krónueignir út, þ.e. skipta þeim í erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn er í raun engu nær núna en fyrir nokkrum árum hvernig það eigi að gera. Viðskiptajöfnuður er mismunur á innflutning og útflutningi. Í raun þurfa Íslendingar að sýna ábyrgð þegar kemur að innflutningi því þjóðarbúið er ekki að framleiða nægan gjaldeyri, þótt ráð sé gert fyrir að viðskiptajöfnuðurinn verði jákvæður um 3,5 prósent af landsframleiðslunni að meðaltali á næstu árum. Það er bara ekki nóg. Þú myndir segja að þetta væri enn stór óvissuþáttur, þ.e þessi tæplega 500 milljarða krónueign slitabúanna? „Það er alveg ljóst að þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út í gegnum viðskiptajöfnuð. Það þarf einhverjar aðrar leiðir, hvort sem það er að þjóðarbúið selji erlendar eignir sem við teljum ekki vera raunhæft til þess að mæta þessu eða þá að einhverjar aðrar leiðir verði farnar.“Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða leiðir það séu? „Nei. Þessar leiðir er bara verið að skoða núna.“ Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fullkomin óvissa er um hvernig eigi að leysa úr krónueign slitabúa föllnu bankanna sem samkvæmt uppfærðu mati Seðlabankans nemur núna 497 milljörðum króna, eða þriðjungi landsframleiðslunnar. Þjóðarbúið framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að leysa þessar krónur út. Seðlabanki Íslands kynnti í morgun nýjustu útgáfu rits um Fjármálastöðugleika á Íslandi en hluti ritsins er helgaður áhrifum uppgjöra slitabúa föllnu bankanna á þjóðarbúið. Fram kemur í ritinu uppfært mat á krónueign föllnu bankanna, þ.e. slitabúa þeirra, sem kröfuhafar bankanna eiga. Seðlabankinn áætlaði í október 2012 að þessi fjárhæð næmi 460 milljörðum króna. Nú er talið að samtals séu þetta 497 milljarðar króna, en um helmingur upphæðarinnar eru tveir viðskiptabankar, Arion banki og Íslandsbanki. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið var kynnt að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa þessar krónueignir út, þ.e. skipta þeim í erlendan gjaldeyri. Seðlabankinn er í raun engu nær núna en fyrir nokkrum árum hvernig það eigi að gera. Viðskiptajöfnuður er mismunur á innflutning og útflutningi. Í raun þurfa Íslendingar að sýna ábyrgð þegar kemur að innflutningi því þjóðarbúið er ekki að framleiða nægan gjaldeyri, þótt ráð sé gert fyrir að viðskiptajöfnuðurinn verði jákvæður um 3,5 prósent af landsframleiðslunni að meðaltali á næstu árum. Það er bara ekki nóg. Þú myndir segja að þetta væri enn stór óvissuþáttur, þ.e þessi tæplega 500 milljarða krónueign slitabúanna? „Það er alveg ljóst að þjóðarbúið hefur ekki efni á að leysa þetta út í gegnum viðskiptajöfnuð. Það þarf einhverjar aðrar leiðir, hvort sem það er að þjóðarbúið selji erlendar eignir sem við teljum ekki vera raunhæft til þess að mæta þessu eða þá að einhverjar aðrar leiðir verði farnar.“Hafið þið einhverjar hugmyndir um hvaða leiðir það séu? „Nei. Þessar leiðir er bara verið að skoða núna.“
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira