Lítill gjaldeyrisforði veldur haftahópi áhyggjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 19:04 Hjá framkvæmdahópi um afnám gjaldeyrishafta er litið svo á að það sé áhyggjuefni að hreinn tiltæktur gjaldeyrisforði ríkisins sé aðeins 53 milljarðar króna. Ekki sé til gjaldeyrir til að skipta út krónueignum slitabúa föllnu bankanna án þess að taka lán fyrir því. Seðlabankinn hefur aðgang að jafnvirði 530 milljarða í formi lána. Stærsta vandamálið sem tengist slitabúum föllnu bankanna snýr að krónueignum þeirra sem ógna fjármálastöðugleika á Íslandi. Slitabú Kaupþings á 162,5 milljarða í krónum, samkvæmt síðasta birta fjárhagsyfirliti. Inni í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Arion banka. Glitnir á 319 milljarða í krónum og í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Íslandsbanka. Þá eru aflandskrónur í eigu erlendra einstaklinga og lögaðila um 300 milljarðar. Samtals 781,5 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er 530 milljarðar. Hreinn gjaldeyrisforði, þegar lánin hafa verið dregin frá, er jafnvirði aðeins 53 milljarða króna. Í framkvæmdahópi um afnám hafta hafa heyrst áhyggjuraddir um hversu lítill hreinn gjaldeyrisforði sé, jafnvel þótt hann hafi aukist og farið úr neikvæðri stöðu á síðasta ári. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið Fjármálastöðugleiki var kynnt fyrir tæpu ári að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa út krónueignir slitabúa föllnu bankanna, þ.e. skipta þeim í gjaldeyri.Gjaldeyrisforðinn ekki notaður til að leysa út krónustöður „Það hefur ekki staðið til að nota gjaldeyrisvaraforða landsmanna til að leysa út þessar krónustöður og það er það sem vinna vegna losunar hafta gengur meðal annars út á. Hins vegar er það svo allt annað mál að við þurfum til lengdar að vera með meiri forða sem er ekki skuldsettur með erlendum lánum og við erum að þokast þangað,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Blasir þá ekki við niðurfærsla þessara krónueigna? „Það er ein leið, önnur leið er að það komi annar gjaldeyrir inn (í þjóðarbúið) sem er ekki í þessum forða,“ segir Már Hann segist þar vera að vísa í kaup á þessum krónueignum fyrir gjaldeyri og kaupandinn skuldbindi sig til að halda þeim í ákveðinn tíma þrýsti ekki á að skipta þeim. Þetta sé þó fremur ósennilegt það sem svo háar fjárhæðir krónueigna sé að ræða. „Væntanlega verður þetta, eins og svo margt í lífinu, einhvers konar blönduð leið,“ segir Már. Hann segist vongóður um að það dragi til tíðinda um afnám hafta á þessu ári. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hjá framkvæmdahópi um afnám gjaldeyrishafta er litið svo á að það sé áhyggjuefni að hreinn tiltæktur gjaldeyrisforði ríkisins sé aðeins 53 milljarðar króna. Ekki sé til gjaldeyrir til að skipta út krónueignum slitabúa föllnu bankanna án þess að taka lán fyrir því. Seðlabankinn hefur aðgang að jafnvirði 530 milljarða í formi lána. Stærsta vandamálið sem tengist slitabúum föllnu bankanna snýr að krónueignum þeirra sem ógna fjármálastöðugleika á Íslandi. Slitabú Kaupþings á 162,5 milljarða í krónum, samkvæmt síðasta birta fjárhagsyfirliti. Inni í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Arion banka. Glitnir á 319 milljarða í krónum og í þeirri fjárhæð er eignarhluturinn í Íslandsbanka. Þá eru aflandskrónur í eigu erlendra einstaklinga og lögaðila um 300 milljarðar. Samtals 781,5 milljarðar króna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er 530 milljarðar. Hreinn gjaldeyrisforði, þegar lánin hafa verið dregin frá, er jafnvirði aðeins 53 milljarða króna. Í framkvæmdahópi um afnám hafta hafa heyrst áhyggjuraddir um hversu lítill hreinn gjaldeyrisforði sé, jafnvel þótt hann hafi aukist og farið úr neikvæðri stöðu á síðasta ári. Fram kom í máli Sigríðar Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, þegar ritið Fjármálastöðugleiki var kynnt fyrir tæpu ári að undirliggjandi viðskiptajöfnuður næstu ára dygði ekki til þess að leysa út krónueignir slitabúa föllnu bankanna, þ.e. skipta þeim í gjaldeyri.Gjaldeyrisforðinn ekki notaður til að leysa út krónustöður „Það hefur ekki staðið til að nota gjaldeyrisvaraforða landsmanna til að leysa út þessar krónustöður og það er það sem vinna vegna losunar hafta gengur meðal annars út á. Hins vegar er það svo allt annað mál að við þurfum til lengdar að vera með meiri forða sem er ekki skuldsettur með erlendum lánum og við erum að þokast þangað,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Blasir þá ekki við niðurfærsla þessara krónueigna? „Það er ein leið, önnur leið er að það komi annar gjaldeyrir inn (í þjóðarbúið) sem er ekki í þessum forða,“ segir Már Hann segist þar vera að vísa í kaup á þessum krónueignum fyrir gjaldeyri og kaupandinn skuldbindi sig til að halda þeim í ákveðinn tíma þrýsti ekki á að skipta þeim. Þetta sé þó fremur ósennilegt það sem svo háar fjárhæðir krónueigna sé að ræða. „Væntanlega verður þetta, eins og svo margt í lífinu, einhvers konar blönduð leið,“ segir Már. Hann segist vongóður um að það dragi til tíðinda um afnám hafta á þessu ári.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira