Viðskipti innlent

Eimskip vill kaupa Baldur

Bjarki Ármannsson skrifar
Ferjan Baldur siglir á milli Stykkishólms og Brjánslækjar.
Ferjan Baldur siglir á milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Vísir/Stefán
Eimskipafélagið á í viðræðum við eigendur Sæferða ehf. um möguleg kaup á fyrirtækinu. Sæferðir rekur tvö skip á Breiðafirði. Annars vegar ferjuna Baldur, sem siglir á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, og hins vegar Særúnu sem hefur boðið upp á skoðunarferðir um Breiðafjörð.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Eimskipum, hafa félögin undirritað viljayfirlýsingu vegna mögulegra kaupa. Félagið geti þó ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×