Þjóðarsáttin myrt Gauti Skúlason skrifar 23. febrúar 2015 10:42 Þjóðarsátt er orð sem á, að hluta til, rætur sínar að rekja til blábyrjunar 10. áratugarins og tengist aðallega einhverjum kjarasamningum þar sem verkalýðshreyfingarnar, atvinnurekendur og ríkið náðu samkomulagi. Það var svo sem gott og blessað að samningar náðust eða þú veist, reyndar er mér er skítsama. Ég var ekki orðinn að hugmynd á þessum tíma (að ég held) og pistilinn fjallar ekki um viðkomandi samninga, heldur um notkunina á orðinu „Þjóðarsátt“. Líkt og sá slæmi ávani að hlusta á hljómsveitina Sóldögg þá hefði notkunin á orðinu þjóðarsátt átt að leggjast af á 10. áratugnum (eða öllu heldur steindrepast). En nei...nú er svo í pottinn búið að notkun orðsins virðist vera nýtt „trend“ hjá ráðamönnum og í fjölmiðlum. Ef þú myndir telja hversu oft orðið þjóðarsátt hefur verið notað upp á síðkastið í opinberri umræðu þá myndi sú tala toppa fjölda klúðra hjá strætó í sambandi við ferðaþjónustu fatlaðra (Nei okey, ég lýg því en þú veist hvað ég meina...). En hvað þýðir þá þetta ofnotaða orð? Kannski að allir séu glaðari en hundskvikindið sem Friðrik Dór söng um í leiðinlegasta lagi Íslandssögunnar og við séum svo sátt að við drullum hamingju? Eða þýðir orðið þjóðarsátt kannski að við EIGUM að sætta okkur við ákveðna hluti sem einhver annar tekur ákvörðun um? Kannski skiptir spurningin um þýðingu orðsins ekki einu sinni máli – orðið er fyrir svo löngu orðið að merkingarlausri „drullu-uppá-briddingu“ sem er útrunnari og súrari en skoðanir Gústafs Adolfs Níelssonar um samkynhneigða og útlendinga. Fyrr setur leikhópurinn Lotta upp leiksýningu byggða á bókinni Fifty Shades of Grey heldur en að hér á landi verði einhverskonar draumkennd þjóðarsátt. Ísland er þjóðfélag þar sem ríkir lýðræði og í þannig samfélagi eru öll sjónarmið rædd og tekin fyrir. Umræða ólíkra sjónarmiða skapar ágreining og ósætti en ekki einhverja „útúr-hippaða“ og útópíska þjóðarsátt þar sem allir eru hamingjusamari og Sigga og Grétar í Stjórninni. Lýðræði ≠ Þjóðarsátt Því mætti sega að notkun orðsins sé ekki ólík jólaskrautinu sem hangir fram í mars, það er gersamlega tilgangslaust og gerir lítið annað en að minna okkur á liðna tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Þegar þekkingarleysið réði ríkjum 1. júlí 2014 16:54 Drulluhræddur Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. 22. október 2014 07:00 XXX Um 12 til 13 ára gamall var undirritaður byrjaður að horfa á klám – sjokkerandi finnst þér ekki? 11. apríl 2014 11:27 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarsátt er orð sem á, að hluta til, rætur sínar að rekja til blábyrjunar 10. áratugarins og tengist aðallega einhverjum kjarasamningum þar sem verkalýðshreyfingarnar, atvinnurekendur og ríkið náðu samkomulagi. Það var svo sem gott og blessað að samningar náðust eða þú veist, reyndar er mér er skítsama. Ég var ekki orðinn að hugmynd á þessum tíma (að ég held) og pistilinn fjallar ekki um viðkomandi samninga, heldur um notkunina á orðinu „Þjóðarsátt“. Líkt og sá slæmi ávani að hlusta á hljómsveitina Sóldögg þá hefði notkunin á orðinu þjóðarsátt átt að leggjast af á 10. áratugnum (eða öllu heldur steindrepast). En nei...nú er svo í pottinn búið að notkun orðsins virðist vera nýtt „trend“ hjá ráðamönnum og í fjölmiðlum. Ef þú myndir telja hversu oft orðið þjóðarsátt hefur verið notað upp á síðkastið í opinberri umræðu þá myndi sú tala toppa fjölda klúðra hjá strætó í sambandi við ferðaþjónustu fatlaðra (Nei okey, ég lýg því en þú veist hvað ég meina...). En hvað þýðir þá þetta ofnotaða orð? Kannski að allir séu glaðari en hundskvikindið sem Friðrik Dór söng um í leiðinlegasta lagi Íslandssögunnar og við séum svo sátt að við drullum hamingju? Eða þýðir orðið þjóðarsátt kannski að við EIGUM að sætta okkur við ákveðna hluti sem einhver annar tekur ákvörðun um? Kannski skiptir spurningin um þýðingu orðsins ekki einu sinni máli – orðið er fyrir svo löngu orðið að merkingarlausri „drullu-uppá-briddingu“ sem er útrunnari og súrari en skoðanir Gústafs Adolfs Níelssonar um samkynhneigða og útlendinga. Fyrr setur leikhópurinn Lotta upp leiksýningu byggða á bókinni Fifty Shades of Grey heldur en að hér á landi verði einhverskonar draumkennd þjóðarsátt. Ísland er þjóðfélag þar sem ríkir lýðræði og í þannig samfélagi eru öll sjónarmið rædd og tekin fyrir. Umræða ólíkra sjónarmiða skapar ágreining og ósætti en ekki einhverja „útúr-hippaða“ og útópíska þjóðarsátt þar sem allir eru hamingjusamari og Sigga og Grétar í Stjórninni. Lýðræði ≠ Þjóðarsátt Því mætti sega að notkun orðsins sé ekki ólík jólaskrautinu sem hangir fram í mars, það er gersamlega tilgangslaust og gerir lítið annað en að minna okkur á liðna tíma.
Drulluhræddur Sem ung manneskja er ég er ekki alveg að sjá heildstæða framtíð fyrir mér hér á landi og mér finnst eins og ég sé staddur í einhverjum súrrealískum Fóstbræðrar-skets. 22. október 2014 07:00
XXX Um 12 til 13 ára gamall var undirritaður byrjaður að horfa á klám – sjokkerandi finnst þér ekki? 11. apríl 2014 11:27
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun