Geðraskanir og sjálfsvíg Eymundur L. Eymundsson skrifar 24. febrúar 2015 13:42 Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, reiði, félagsleg einangrun og að vera uppstökkur eru oft fylgifiskar geðraskana. Einnig eru geðraskanir oft undirrót þess að fólk fer að misnota vímuefni. Þessar staðreyndir verðum við að viðurkenna í samfélaginu og taka á þeim en ekki fela. Ég var mjög lítill í mér og gekk erfiðlega að læra og það þróaðist yfir í félagskvíða um fermingaraldurinn. Þá var ég farinn að fela mína líðan með trúðslátum. Ég stundaði samt íþróttir sem veitti mér félagsskap og ég var samþykktur af vinahópnum. Ég náði að klára mína grunnskólagöngu með þokkalegri einkunn en um það leyti var félagsfælni mín algjörlega farin að stjórna mér. Það að opna mig um þessi mál var langt í frá að vera auðvelt og á tímabili, þegar ég kom norður, hugsaði ég með mér að ég ætti skilið frí frá þessum málum. Fannst alveg nóg að hafa barist við þetta síðan ég var krakki og fannst kominn tími að eiga mér líf án þess að opna mig í litlu samfélagi. Ég vissi ekki hvort ég myndi særa fólk með því að tala um mig og hvort að það yrði til þess að ég myndi mæta fordómum. Af þeim hef ég fengið nóg, bæði hjá sjálfum mér og öðrum. Sem betur fer hef ég yfir höfuð mætt skilningi í samfélaginu og fólk staðið vel við bakið á mér. Fyrir það er ég þakklátur. Ef ég fæ einhverntíman mann til að skrifa mína ævisögu mun ég geta skýrt frá því hvað félagsfælni virkilega er og hvað hún getur rænt miklu. En ég mun þá líka skýra frá því að hægt er að eignast betra líf og það er alltaf von. Til þess þarf maður að vita hvað er að!Hvernig getum við hjálpað og nýtt okkur hjálpina? Alltaf erfitt að missa og maður er vanmáttugur þegar hlutir gerast sem maður hefur enga stjórn á. Það er ekki að ósekju að maður geriir sitt besta ef það getur hjálpað öðrum. Myrkrið var mikið en sem betur fer náði ég að þrauka. Það eru margir þarna úti sem þurfa að komast úr felum í staðinn fyrir að berjast við sjálfan sig. Aðstandendur og umhverfið er mikilvægt vopn. Til að geta stutt við einstaklinginn þarf aðstandinn líka að nýta sér hjálpina og viðurkenna vandann í stað þess að berjast á móti og afneita vandanum. það er engum til góðs. Að hugsa um sjálfsvíg á hverjum degi frá 12 til 13 ára aldri er ekki í lagi. Því miður eru margir í sömu sporum sem ég var í. Það hjálpar engum að berjast á móti raunveruleikanum en það gæti hjálpað mörgum að viðurkenna raunveruleikan og fá hjálp. Það að koma úr felum getur bjargað mörgum og sérstaklega þér og þinni fjölskyldu að eignast betra líf. Af þeim sem glíma við geðraskanir á Íslandi eru 3 til 4 sem taka sitt eigið líf í hverjum mánuði. Ég hefði getað orðið einn af þeim. Ætlum við að halda áfram að fela vandann eða viljum við, sem samfélag, gera eitthvað til að vinna á honum? Lífið er til þess að lifa því og stundum þurfum við aðstoð og með sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt.Samvinna forvarnarfulltrúa og Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar Samvinna með forvarnarfulltrúum Akureyrarbæjar og Grófarinnar er orðið að veruleika. Þar munu notendur deila sinni reynslu af sínum geðröskunum til að auka þekkingu og minnka fordóma. Með því að virkja og viðurkenna þessar forvarnir og veita fræðslu hefur tekist að hjálpa mörgum til að leita sér aðstoðar. Umferðaforvarnir hafa skilað miklum árangri og bjargað mannslífum og afleiðingum þerra ! Hvað er þá til fyrirstöðu að sama sé gert með sjálfsvígsforvarnir ? ! Hvað viljum við sem samfélag ? Nánari upplýsingar um dagskrá er hægt að nálgast á heimasíðu,hringja eða senda okkur póst.Grófin er staðsett í Hafnarstræti 95., 4. hæð, Akureyri fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Opnunartími er alla virka daga frá 10.00-16.00. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, reiði, félagsleg einangrun og að vera uppstökkur eru oft fylgifiskar geðraskana. Einnig eru geðraskanir oft undirrót þess að fólk fer að misnota vímuefni. Þessar staðreyndir verðum við að viðurkenna í samfélaginu og taka á þeim en ekki fela. Ég var mjög lítill í mér og gekk erfiðlega að læra og það þróaðist yfir í félagskvíða um fermingaraldurinn. Þá var ég farinn að fela mína líðan með trúðslátum. Ég stundaði samt íþróttir sem veitti mér félagsskap og ég var samþykktur af vinahópnum. Ég náði að klára mína grunnskólagöngu með þokkalegri einkunn en um það leyti var félagsfælni mín algjörlega farin að stjórna mér. Það að opna mig um þessi mál var langt í frá að vera auðvelt og á tímabili, þegar ég kom norður, hugsaði ég með mér að ég ætti skilið frí frá þessum málum. Fannst alveg nóg að hafa barist við þetta síðan ég var krakki og fannst kominn tími að eiga mér líf án þess að opna mig í litlu samfélagi. Ég vissi ekki hvort ég myndi særa fólk með því að tala um mig og hvort að það yrði til þess að ég myndi mæta fordómum. Af þeim hef ég fengið nóg, bæði hjá sjálfum mér og öðrum. Sem betur fer hef ég yfir höfuð mætt skilningi í samfélaginu og fólk staðið vel við bakið á mér. Fyrir það er ég þakklátur. Ef ég fæ einhverntíman mann til að skrifa mína ævisögu mun ég geta skýrt frá því hvað félagsfælni virkilega er og hvað hún getur rænt miklu. En ég mun þá líka skýra frá því að hægt er að eignast betra líf og það er alltaf von. Til þess þarf maður að vita hvað er að!Hvernig getum við hjálpað og nýtt okkur hjálpina? Alltaf erfitt að missa og maður er vanmáttugur þegar hlutir gerast sem maður hefur enga stjórn á. Það er ekki að ósekju að maður geriir sitt besta ef það getur hjálpað öðrum. Myrkrið var mikið en sem betur fer náði ég að þrauka. Það eru margir þarna úti sem þurfa að komast úr felum í staðinn fyrir að berjast við sjálfan sig. Aðstandendur og umhverfið er mikilvægt vopn. Til að geta stutt við einstaklinginn þarf aðstandinn líka að nýta sér hjálpina og viðurkenna vandann í stað þess að berjast á móti og afneita vandanum. það er engum til góðs. Að hugsa um sjálfsvíg á hverjum degi frá 12 til 13 ára aldri er ekki í lagi. Því miður eru margir í sömu sporum sem ég var í. Það hjálpar engum að berjast á móti raunveruleikanum en það gæti hjálpað mörgum að viðurkenna raunveruleikan og fá hjálp. Það að koma úr felum getur bjargað mörgum og sérstaklega þér og þinni fjölskyldu að eignast betra líf. Af þeim sem glíma við geðraskanir á Íslandi eru 3 til 4 sem taka sitt eigið líf í hverjum mánuði. Ég hefði getað orðið einn af þeim. Ætlum við að halda áfram að fela vandann eða viljum við, sem samfélag, gera eitthvað til að vinna á honum? Lífið er til þess að lifa því og stundum þurfum við aðstoð og með sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt.Samvinna forvarnarfulltrúa og Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar Samvinna með forvarnarfulltrúum Akureyrarbæjar og Grófarinnar er orðið að veruleika. Þar munu notendur deila sinni reynslu af sínum geðröskunum til að auka þekkingu og minnka fordóma. Með því að virkja og viðurkenna þessar forvarnir og veita fræðslu hefur tekist að hjálpa mörgum til að leita sér aðstoðar. Umferðaforvarnir hafa skilað miklum árangri og bjargað mannslífum og afleiðingum þerra ! Hvað er þá til fyrirstöðu að sama sé gert með sjálfsvígsforvarnir ? ! Hvað viljum við sem samfélag ? Nánari upplýsingar um dagskrá er hægt að nálgast á heimasíðu,hringja eða senda okkur póst.Grófin er staðsett í Hafnarstræti 95., 4. hæð, Akureyri fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Opnunartími er alla virka daga frá 10.00-16.00.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar