Innleiðum tómstundamenntun í öll stig skólakerfisins! Róshildur Björnsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 16:22 Árið 1982 gerði Tom Weiskopf rannsókn á því hvað meðalmanneskja sem lifir í 70 ár eyðir tíma sínum í. Þar kom fram að hún eyðir um 27 árum í frítíma og þar af leiðandi ættum við að nota mun meiri tíma til að búa okkur undir það sem við ætlum að gera í þessum frítíma okkar. Í skólum er alltaf einblínt á að undirbúa nemendur fyrir framtíðarstörf. Af hverju þarf alltaf allt að vera svona innrammað og leiðinlegt? Frekar ætti skólakerfið að rýna meira í tómstundamenntun þar sem alltof margir eru að nota frítíma sinn á fremur neikvæðan hátt. Hvernig einstaklingur nýtir frítíma sinn, getur haft gríðarleg áhrif á hvernig hann mótast sem samfélagsþegn seinna meir. Tómstundamenntun snýst um það að kenna fólki að nota frítíma sinn á uppbyggjandi hátt og þannig auka lífsgæði. Þetta er menntun sem er með það markmið að ná fram jákvæðum breytingum á notkun á frítíma. Hún getur bæði átt sér stað við óformlega og formlega menntun og þátttakendur geta verið á öllum aldri. Til þess að útskýra aðeins hvað óformlega menntun er þá er það yfirleitt eitthvað nám sem fer fram utan skóla sem dæmi í félagsmiðstöðvum og íþróttum. Þú öðlast þekkingu, færni og almennan þroska sem mun nýtast þér allt lífið. En af hverju tómstundamenntun spyrja sumir sig eflaust? Alveg eins og það er einblínt á hvernig við eigum að undirbúa okkur undir framtíðarstarfið þá þurfum við líka að læra hvernig við eigum við nota frítíma okkar og haga okkur í honum, því eins og ég tók fram hér framar fer stærstur hluti lífs okkar í frítíma. Það að eiga nógan frítíma bætir ekki lífsgæði nema þú kunnir að nota þennan tíma á árangursríkan hátt. Þetta þarf að innleiða í skólakerfið og reyna koma tómstundamenntun inn í hverja námsgrein fyrir sig. Einnig er hægt að hafa þetta sem sér áfanga í framhaldsskólum og tengja þetta við félagslíf nemendanna. Með þessu er hægt að kenna unglingum mikilvægi þess að nýta frítíma sinn í jákvæða og heilbrigða hluti. Þetta gæti hindrað það að unglingar fari út í óæskilegan lífstíl vímuefna og áfengis. Því einhver er nú ástæðan fyrir því að þau prufi neikvæða hluti til að byrja með. Þau vita ekki hvað þau eiga að gera við frítíma sinn. Þetta er ekki eitthvað sem er meðfætt og við þurfum öll þjálfun og fræðslu í þessu og ef við fáum hana getur kostnaður fyrir samfélagið minnkað gríðarlega. Innleiðum tómstundamenntun inn í alla skóla því hún er mun mikilvægari en margir gera sér grein fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1982 gerði Tom Weiskopf rannsókn á því hvað meðalmanneskja sem lifir í 70 ár eyðir tíma sínum í. Þar kom fram að hún eyðir um 27 árum í frítíma og þar af leiðandi ættum við að nota mun meiri tíma til að búa okkur undir það sem við ætlum að gera í þessum frítíma okkar. Í skólum er alltaf einblínt á að undirbúa nemendur fyrir framtíðarstörf. Af hverju þarf alltaf allt að vera svona innrammað og leiðinlegt? Frekar ætti skólakerfið að rýna meira í tómstundamenntun þar sem alltof margir eru að nota frítíma sinn á fremur neikvæðan hátt. Hvernig einstaklingur nýtir frítíma sinn, getur haft gríðarleg áhrif á hvernig hann mótast sem samfélagsþegn seinna meir. Tómstundamenntun snýst um það að kenna fólki að nota frítíma sinn á uppbyggjandi hátt og þannig auka lífsgæði. Þetta er menntun sem er með það markmið að ná fram jákvæðum breytingum á notkun á frítíma. Hún getur bæði átt sér stað við óformlega og formlega menntun og þátttakendur geta verið á öllum aldri. Til þess að útskýra aðeins hvað óformlega menntun er þá er það yfirleitt eitthvað nám sem fer fram utan skóla sem dæmi í félagsmiðstöðvum og íþróttum. Þú öðlast þekkingu, færni og almennan þroska sem mun nýtast þér allt lífið. En af hverju tómstundamenntun spyrja sumir sig eflaust? Alveg eins og það er einblínt á hvernig við eigum að undirbúa okkur undir framtíðarstarfið þá þurfum við líka að læra hvernig við eigum við nota frítíma okkar og haga okkur í honum, því eins og ég tók fram hér framar fer stærstur hluti lífs okkar í frítíma. Það að eiga nógan frítíma bætir ekki lífsgæði nema þú kunnir að nota þennan tíma á árangursríkan hátt. Þetta þarf að innleiða í skólakerfið og reyna koma tómstundamenntun inn í hverja námsgrein fyrir sig. Einnig er hægt að hafa þetta sem sér áfanga í framhaldsskólum og tengja þetta við félagslíf nemendanna. Með þessu er hægt að kenna unglingum mikilvægi þess að nýta frítíma sinn í jákvæða og heilbrigða hluti. Þetta gæti hindrað það að unglingar fari út í óæskilegan lífstíl vímuefna og áfengis. Því einhver er nú ástæðan fyrir því að þau prufi neikvæða hluti til að byrja með. Þau vita ekki hvað þau eiga að gera við frítíma sinn. Þetta er ekki eitthvað sem er meðfætt og við þurfum öll þjálfun og fræðslu í þessu og ef við fáum hana getur kostnaður fyrir samfélagið minnkað gríðarlega. Innleiðum tómstundamenntun inn í alla skóla því hún er mun mikilvægari en margir gera sér grein fyrir!
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun