Skoðar hvort fjölmiðlar hafi ýtt undir eignabólu fyrir hrun ingvar haraldsson skrifar 26. febrúar 2015 14:58 Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, kannar þátt fjölmiðla í eignabólunni fyrir hrun. vísir/gva Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, vinnur að því að kortleggja þátt fjölmiðla í eignabólunni sem varð á árunum fyrir hrun. „Það er sterkur grunur að það sé hluti af skýringunni á hversu mikil ofurbjartsýni var hérna,“ segir Gylfi. „Hugmyndin er að kortleggja þetta með því að skrá umfjöllun um banka og hlutabréfamarkað og aðrar lykilstærðir skömmu fyrir aldamót og fram að hruni. Reyna svo að sjá mynstur út úr því og hvaða áhrif það virðist hafa haft á t.d. hlutabréfaverð bankanna,“ segir Gylfi. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að fjölmiðlar geti átt stóran þátt í myndun eignabóla. „Umfjöllun fjölmiðla getur búið til jákvæðan spíral. Það koma góðar fréttir af hlutabréfamarkaði sem vekja athygli og verða til þess að meira fé kemur inn á markaðinn. Það býr aftur til góðar fréttir af hækkandi hlutabréfa verði og öðru slíku sem aftur laðar að meira fé sem kyndir undir eignaverðsbólu,“ segir hann. Gylfi hefur þegar rannsakað þátt fjölmiðla í netbólunni svokölluðu um síðustu aldamót. „Það verkefni fólst í að kortleggja umfjöllun um nokkur íslensk fyrirtæki sem varð mikill stemming í kringum og hlutabréfaverð rauk upp en síðan brenndu hluthafarnir sig á fjárfestingunni í öllum tilfellum.“ En hann viðurkennir þó að fjölmiðlar skapi ekki einir eignabólur. „Það er margt annað sem skiptir máli. En fjölmiðlar endurspegla og skapa ákveðna stemningu. Það er auðvitað hlutverk fjölmiðla að segja frá því sem er að gerast í samfélaginu en með því að gera það geta þeir líka haft áhrif á gang mála,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Gylfi á von á að verkefnið taki nokkurn tíma enda sé tímafrekt að skrá og vinna úr öllum gögnum sem verður safnað. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, vinnur að því að kortleggja þátt fjölmiðla í eignabólunni sem varð á árunum fyrir hrun. „Það er sterkur grunur að það sé hluti af skýringunni á hversu mikil ofurbjartsýni var hérna,“ segir Gylfi. „Hugmyndin er að kortleggja þetta með því að skrá umfjöllun um banka og hlutabréfamarkað og aðrar lykilstærðir skömmu fyrir aldamót og fram að hruni. Reyna svo að sjá mynstur út úr því og hvaða áhrif það virðist hafa haft á t.d. hlutabréfaverð bankanna,“ segir Gylfi. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að fjölmiðlar geti átt stóran þátt í myndun eignabóla. „Umfjöllun fjölmiðla getur búið til jákvæðan spíral. Það koma góðar fréttir af hlutabréfamarkaði sem vekja athygli og verða til þess að meira fé kemur inn á markaðinn. Það býr aftur til góðar fréttir af hækkandi hlutabréfa verði og öðru slíku sem aftur laðar að meira fé sem kyndir undir eignaverðsbólu,“ segir hann. Gylfi hefur þegar rannsakað þátt fjölmiðla í netbólunni svokölluðu um síðustu aldamót. „Það verkefni fólst í að kortleggja umfjöllun um nokkur íslensk fyrirtæki sem varð mikill stemming í kringum og hlutabréfaverð rauk upp en síðan brenndu hluthafarnir sig á fjárfestingunni í öllum tilfellum.“ En hann viðurkennir þó að fjölmiðlar skapi ekki einir eignabólur. „Það er margt annað sem skiptir máli. En fjölmiðlar endurspegla og skapa ákveðna stemningu. Það er auðvitað hlutverk fjölmiðla að segja frá því sem er að gerast í samfélaginu en með því að gera það geta þeir líka haft áhrif á gang mála,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Gylfi á von á að verkefnið taki nokkurn tíma enda sé tímafrekt að skrá og vinna úr öllum gögnum sem verður safnað.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira