Skoðar hvort fjölmiðlar hafi ýtt undir eignabólu fyrir hrun ingvar haraldsson skrifar 26. febrúar 2015 14:58 Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, kannar þátt fjölmiðla í eignabólunni fyrir hrun. vísir/gva Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, vinnur að því að kortleggja þátt fjölmiðla í eignabólunni sem varð á árunum fyrir hrun. „Það er sterkur grunur að það sé hluti af skýringunni á hversu mikil ofurbjartsýni var hérna,“ segir Gylfi. „Hugmyndin er að kortleggja þetta með því að skrá umfjöllun um banka og hlutabréfamarkað og aðrar lykilstærðir skömmu fyrir aldamót og fram að hruni. Reyna svo að sjá mynstur út úr því og hvaða áhrif það virðist hafa haft á t.d. hlutabréfaverð bankanna,“ segir Gylfi. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að fjölmiðlar geti átt stóran þátt í myndun eignabóla. „Umfjöllun fjölmiðla getur búið til jákvæðan spíral. Það koma góðar fréttir af hlutabréfamarkaði sem vekja athygli og verða til þess að meira fé kemur inn á markaðinn. Það býr aftur til góðar fréttir af hækkandi hlutabréfa verði og öðru slíku sem aftur laðar að meira fé sem kyndir undir eignaverðsbólu,“ segir hann. Gylfi hefur þegar rannsakað þátt fjölmiðla í netbólunni svokölluðu um síðustu aldamót. „Það verkefni fólst í að kortleggja umfjöllun um nokkur íslensk fyrirtæki sem varð mikill stemming í kringum og hlutabréfaverð rauk upp en síðan brenndu hluthafarnir sig á fjárfestingunni í öllum tilfellum.“ En hann viðurkennir þó að fjölmiðlar skapi ekki einir eignabólur. „Það er margt annað sem skiptir máli. En fjölmiðlar endurspegla og skapa ákveðna stemningu. Það er auðvitað hlutverk fjölmiðla að segja frá því sem er að gerast í samfélaginu en með því að gera það geta þeir líka haft áhrif á gang mála,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Gylfi á von á að verkefnið taki nokkurn tíma enda sé tímafrekt að skrá og vinna úr öllum gögnum sem verður safnað. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, vinnur að því að kortleggja þátt fjölmiðla í eignabólunni sem varð á árunum fyrir hrun. „Það er sterkur grunur að það sé hluti af skýringunni á hversu mikil ofurbjartsýni var hérna,“ segir Gylfi. „Hugmyndin er að kortleggja þetta með því að skrá umfjöllun um banka og hlutabréfamarkað og aðrar lykilstærðir skömmu fyrir aldamót og fram að hruni. Reyna svo að sjá mynstur út úr því og hvaða áhrif það virðist hafa haft á t.d. hlutabréfaverð bankanna,“ segir Gylfi. Hann segir erlendar rannsóknir benda til þess að fjölmiðlar geti átt stóran þátt í myndun eignabóla. „Umfjöllun fjölmiðla getur búið til jákvæðan spíral. Það koma góðar fréttir af hlutabréfamarkaði sem vekja athygli og verða til þess að meira fé kemur inn á markaðinn. Það býr aftur til góðar fréttir af hækkandi hlutabréfa verði og öðru slíku sem aftur laðar að meira fé sem kyndir undir eignaverðsbólu,“ segir hann. Gylfi hefur þegar rannsakað þátt fjölmiðla í netbólunni svokölluðu um síðustu aldamót. „Það verkefni fólst í að kortleggja umfjöllun um nokkur íslensk fyrirtæki sem varð mikill stemming í kringum og hlutabréfaverð rauk upp en síðan brenndu hluthafarnir sig á fjárfestingunni í öllum tilfellum.“ En hann viðurkennir þó að fjölmiðlar skapi ekki einir eignabólur. „Það er margt annað sem skiptir máli. En fjölmiðlar endurspegla og skapa ákveðna stemningu. Það er auðvitað hlutverk fjölmiðla að segja frá því sem er að gerast í samfélaginu en með því að gera það geta þeir líka haft áhrif á gang mála,“ segir ráðherrann fyrrverandi. Gylfi á von á að verkefnið taki nokkurn tíma enda sé tímafrekt að skrá og vinna úr öllum gögnum sem verður safnað.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent