Ekki nóg að vera rótgróinn til að skila hagnaði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2015 14:58 Tugmilljóna hagnaður hjá Múlakaffi en tap hjá Pottinum og pönnunni Vísir/Einar/Stefán Talsverður munur er á afkomu rótgróinna veitingastaða í borginni. Vísir skoðaði nýjustu ársreikninga sjö staða sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið starfræktir um árabil í Reykjavík og í ljós kom að á meðan sumir skila myljandi hagnaði eru aðrir reknir með tapi. Ársreikningarnir eru allir frá 2013.Gullkýrin Múlakaffi Mestur hagnaður var hjá Múlakaffi af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Félagið sem heldur utan um veitingastaðinn hagnaðist um 135 milljónir króna en auk Múlakaffis á félagið nokkra aðra veitingastaði, til dæmis Kolabrautina, og veisluþjónustu. Þáttur dótturfélaga í hagnaðinum nam 56 milljónum króna. Staða félagsins virðist afar traust en samkvæmt ársreikningnum var eigið fé þess jákvætt um 279 milljónir króna. Múlakaffi sér um rekstur samnefnds veitingastaðar í Hallarmúla, Nauthóls við Nauthólsvík, veitingasölunnar í Háskóla Reykjavíkur og áðurnefndrar Kolabrautar í Hörpu. Múlakaffi rekur líka mötuneyti víða um bæinn, þar á meðal mötuneyti lögreglunnar og slökkviliðsins.Arðbært fjölskyldufyrirtækiLauga-ás, veitingastaður við Laugarásveg, kemur næst á eftir með hagnað upp á 51 milljón. Staðurinn hagnaðist talsvert á veisluþjónustu sem rekin er undir sömu kennitölu en fjallað var um þjónustuna í Ísland í dag á síðasta ári. Staðurinn rekur sérstaklega útbúinn bíl með fullbúnu eldhúsi til að sinna veitingaþjónustunni en bíllinn hefur verið notaður til að elda ofan í stórstjörnur á borð við Russel Crowe og Anthony Hopkins, sem koma hingað til að leika í kvikmyndum, gjarnan í óbyggðum landsins. Í myndbandinu hér til hliðar má sjá umfjöllun Ísland í dag um Lauga-ás.Slæm staða á HorninuSömu sögu er þó ekki að segja um alla rótgróna veitingastaði. Hornið, sem hefur verið rekið í Hafnarstræti í Reykjavík um árabil, skilaði til að mynda aðeins rúmlega 680 þúsund króna hagnaði árið 2013 en eigið fé félagsins sem á staðinn er neikvætt um 58 milljónir króna. Skyndibitastaðurinn Nonnabiti, sem einnig er í Hafnarstræti í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi og er löngum orðin þekktur Íslendingum, einkum þeim sem bregða sér út á lífið, skilaði hins vegar tapi upp á rúmar 280 þúsund krónur. Umfjöllun Ísland í dag um 35 ára afmæli Hornsins má sjá í spilaranum hér til hliðar. Aðrir staðir sem Vísir skoðaði voru Potturinn og pannan, Sægreifinn og Ítalía. Sá síðastnefndi, sem staðsettur er á Laugavegi, skilaði hóflegum 3,6 milljóna króna hagnaði sem hjálpaði til við að bæta eiginfjárstöðu félagsins, sem var neikvæð um tæplega níu milljónir króna. Potturinn og pannan skilaði hins vegar tæplega fimm milljóna króna tapi. Sægreifinn skilaði fjögurra milljóna tapi. Staða félagsins sem heldur utan um staðinn er þó nokkuð góð, með jákvætt eigið fé um sextán milljónir. Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Talsverður munur er á afkomu rótgróinna veitingastaða í borginni. Vísir skoðaði nýjustu ársreikninga sjö staða sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið starfræktir um árabil í Reykjavík og í ljós kom að á meðan sumir skila myljandi hagnaði eru aðrir reknir með tapi. Ársreikningarnir eru allir frá 2013.Gullkýrin Múlakaffi Mestur hagnaður var hjá Múlakaffi af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Félagið sem heldur utan um veitingastaðinn hagnaðist um 135 milljónir króna en auk Múlakaffis á félagið nokkra aðra veitingastaði, til dæmis Kolabrautina, og veisluþjónustu. Þáttur dótturfélaga í hagnaðinum nam 56 milljónum króna. Staða félagsins virðist afar traust en samkvæmt ársreikningnum var eigið fé þess jákvætt um 279 milljónir króna. Múlakaffi sér um rekstur samnefnds veitingastaðar í Hallarmúla, Nauthóls við Nauthólsvík, veitingasölunnar í Háskóla Reykjavíkur og áðurnefndrar Kolabrautar í Hörpu. Múlakaffi rekur líka mötuneyti víða um bæinn, þar á meðal mötuneyti lögreglunnar og slökkviliðsins.Arðbært fjölskyldufyrirtækiLauga-ás, veitingastaður við Laugarásveg, kemur næst á eftir með hagnað upp á 51 milljón. Staðurinn hagnaðist talsvert á veisluþjónustu sem rekin er undir sömu kennitölu en fjallað var um þjónustuna í Ísland í dag á síðasta ári. Staðurinn rekur sérstaklega útbúinn bíl með fullbúnu eldhúsi til að sinna veitingaþjónustunni en bíllinn hefur verið notaður til að elda ofan í stórstjörnur á borð við Russel Crowe og Anthony Hopkins, sem koma hingað til að leika í kvikmyndum, gjarnan í óbyggðum landsins. Í myndbandinu hér til hliðar má sjá umfjöllun Ísland í dag um Lauga-ás.Slæm staða á HorninuSömu sögu er þó ekki að segja um alla rótgróna veitingastaði. Hornið, sem hefur verið rekið í Hafnarstræti í Reykjavík um árabil, skilaði til að mynda aðeins rúmlega 680 þúsund króna hagnaði árið 2013 en eigið fé félagsins sem á staðinn er neikvætt um 58 milljónir króna. Skyndibitastaðurinn Nonnabiti, sem einnig er í Hafnarstræti í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi og er löngum orðin þekktur Íslendingum, einkum þeim sem bregða sér út á lífið, skilaði hins vegar tapi upp á rúmar 280 þúsund krónur. Umfjöllun Ísland í dag um 35 ára afmæli Hornsins má sjá í spilaranum hér til hliðar. Aðrir staðir sem Vísir skoðaði voru Potturinn og pannan, Sægreifinn og Ítalía. Sá síðastnefndi, sem staðsettur er á Laugavegi, skilaði hóflegum 3,6 milljóna króna hagnaði sem hjálpaði til við að bæta eiginfjárstöðu félagsins, sem var neikvæð um tæplega níu milljónir króna. Potturinn og pannan skilaði hins vegar tæplega fimm milljóna króna tapi. Sægreifinn skilaði fjögurra milljóna tapi. Staða félagsins sem heldur utan um staðinn er þó nokkuð góð, með jákvætt eigið fé um sextán milljónir.
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira