Ekki nóg að vera rótgróinn til að skila hagnaði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2015 14:58 Tugmilljóna hagnaður hjá Múlakaffi en tap hjá Pottinum og pönnunni Vísir/Einar/Stefán Talsverður munur er á afkomu rótgróinna veitingastaða í borginni. Vísir skoðaði nýjustu ársreikninga sjö staða sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið starfræktir um árabil í Reykjavík og í ljós kom að á meðan sumir skila myljandi hagnaði eru aðrir reknir með tapi. Ársreikningarnir eru allir frá 2013.Gullkýrin Múlakaffi Mestur hagnaður var hjá Múlakaffi af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Félagið sem heldur utan um veitingastaðinn hagnaðist um 135 milljónir króna en auk Múlakaffis á félagið nokkra aðra veitingastaði, til dæmis Kolabrautina, og veisluþjónustu. Þáttur dótturfélaga í hagnaðinum nam 56 milljónum króna. Staða félagsins virðist afar traust en samkvæmt ársreikningnum var eigið fé þess jákvætt um 279 milljónir króna. Múlakaffi sér um rekstur samnefnds veitingastaðar í Hallarmúla, Nauthóls við Nauthólsvík, veitingasölunnar í Háskóla Reykjavíkur og áðurnefndrar Kolabrautar í Hörpu. Múlakaffi rekur líka mötuneyti víða um bæinn, þar á meðal mötuneyti lögreglunnar og slökkviliðsins.Arðbært fjölskyldufyrirtækiLauga-ás, veitingastaður við Laugarásveg, kemur næst á eftir með hagnað upp á 51 milljón. Staðurinn hagnaðist talsvert á veisluþjónustu sem rekin er undir sömu kennitölu en fjallað var um þjónustuna í Ísland í dag á síðasta ári. Staðurinn rekur sérstaklega útbúinn bíl með fullbúnu eldhúsi til að sinna veitingaþjónustunni en bíllinn hefur verið notaður til að elda ofan í stórstjörnur á borð við Russel Crowe og Anthony Hopkins, sem koma hingað til að leika í kvikmyndum, gjarnan í óbyggðum landsins. Í myndbandinu hér til hliðar má sjá umfjöllun Ísland í dag um Lauga-ás.Slæm staða á HorninuSömu sögu er þó ekki að segja um alla rótgróna veitingastaði. Hornið, sem hefur verið rekið í Hafnarstræti í Reykjavík um árabil, skilaði til að mynda aðeins rúmlega 680 þúsund króna hagnaði árið 2013 en eigið fé félagsins sem á staðinn er neikvætt um 58 milljónir króna. Skyndibitastaðurinn Nonnabiti, sem einnig er í Hafnarstræti í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi og er löngum orðin þekktur Íslendingum, einkum þeim sem bregða sér út á lífið, skilaði hins vegar tapi upp á rúmar 280 þúsund krónur. Umfjöllun Ísland í dag um 35 ára afmæli Hornsins má sjá í spilaranum hér til hliðar. Aðrir staðir sem Vísir skoðaði voru Potturinn og pannan, Sægreifinn og Ítalía. Sá síðastnefndi, sem staðsettur er á Laugavegi, skilaði hóflegum 3,6 milljóna króna hagnaði sem hjálpaði til við að bæta eiginfjárstöðu félagsins, sem var neikvæð um tæplega níu milljónir króna. Potturinn og pannan skilaði hins vegar tæplega fimm milljóna króna tapi. Sægreifinn skilaði fjögurra milljóna tapi. Staða félagsins sem heldur utan um staðinn er þó nokkuð góð, með jákvætt eigið fé um sextán milljónir. Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Talsverður munur er á afkomu rótgróinna veitingastaða í borginni. Vísir skoðaði nýjustu ársreikninga sjö staða sem allir eiga það sameiginlegt að hafa verið starfræktir um árabil í Reykjavík og í ljós kom að á meðan sumir skila myljandi hagnaði eru aðrir reknir með tapi. Ársreikningarnir eru allir frá 2013.Gullkýrin Múlakaffi Mestur hagnaður var hjá Múlakaffi af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Félagið sem heldur utan um veitingastaðinn hagnaðist um 135 milljónir króna en auk Múlakaffis á félagið nokkra aðra veitingastaði, til dæmis Kolabrautina, og veisluþjónustu. Þáttur dótturfélaga í hagnaðinum nam 56 milljónum króna. Staða félagsins virðist afar traust en samkvæmt ársreikningnum var eigið fé þess jákvætt um 279 milljónir króna. Múlakaffi sér um rekstur samnefnds veitingastaðar í Hallarmúla, Nauthóls við Nauthólsvík, veitingasölunnar í Háskóla Reykjavíkur og áðurnefndrar Kolabrautar í Hörpu. Múlakaffi rekur líka mötuneyti víða um bæinn, þar á meðal mötuneyti lögreglunnar og slökkviliðsins.Arðbært fjölskyldufyrirtækiLauga-ás, veitingastaður við Laugarásveg, kemur næst á eftir með hagnað upp á 51 milljón. Staðurinn hagnaðist talsvert á veisluþjónustu sem rekin er undir sömu kennitölu en fjallað var um þjónustuna í Ísland í dag á síðasta ári. Staðurinn rekur sérstaklega útbúinn bíl með fullbúnu eldhúsi til að sinna veitingaþjónustunni en bíllinn hefur verið notaður til að elda ofan í stórstjörnur á borð við Russel Crowe og Anthony Hopkins, sem koma hingað til að leika í kvikmyndum, gjarnan í óbyggðum landsins. Í myndbandinu hér til hliðar má sjá umfjöllun Ísland í dag um Lauga-ás.Slæm staða á HorninuSömu sögu er þó ekki að segja um alla rótgróna veitingastaði. Hornið, sem hefur verið rekið í Hafnarstræti í Reykjavík um árabil, skilaði til að mynda aðeins rúmlega 680 þúsund króna hagnaði árið 2013 en eigið fé félagsins sem á staðinn er neikvætt um 58 milljónir króna. Skyndibitastaðurinn Nonnabiti, sem einnig er í Hafnarstræti í Reykjavík og Bæjarlind í Kópavogi og er löngum orðin þekktur Íslendingum, einkum þeim sem bregða sér út á lífið, skilaði hins vegar tapi upp á rúmar 280 þúsund krónur. Umfjöllun Ísland í dag um 35 ára afmæli Hornsins má sjá í spilaranum hér til hliðar. Aðrir staðir sem Vísir skoðaði voru Potturinn og pannan, Sægreifinn og Ítalía. Sá síðastnefndi, sem staðsettur er á Laugavegi, skilaði hóflegum 3,6 milljóna króna hagnaði sem hjálpaði til við að bæta eiginfjárstöðu félagsins, sem var neikvæð um tæplega níu milljónir króna. Potturinn og pannan skilaði hins vegar tæplega fimm milljóna króna tapi. Sægreifinn skilaði fjögurra milljóna tapi. Staða félagsins sem heldur utan um staðinn er þó nokkuð góð, með jákvætt eigið fé um sextán milljónir.
Mest lesið Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira