Viðskipti innlent

Vísir mælist stærstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nokkrar fréttir vikunnar sem vöktu athygli lesenda.
Nokkrar fréttir vikunnar sem vöktu athygli lesenda. Vísir
Í nýjum vikulista Samræmdrar vefmælingar náði Vísir toppsætinu af Mbl.is í annað skiptið á fjórum mánuðum.

Vísir mældist með 558.350 notendur í vikunni, sem er næst mesti vikulestur sem vefurinn hefur fengið. Á sama tíma mældist Mbl.is með 554.926 notendur.

Listi Modernus yfir tíu vinsælustu vefi landsins.

Þennan mikla lesendafjölda má rekja til margra samverkandi þátta.

Aukinn lestur var á innlendum sem erlendum fréttum. Þá voru fréttir í Lífinu, Sportinu og Viðskiptum mikið lesnar. Innsendar greinar á Vísi vöktu sömuleiðis mikla athygli.

Síðast fór Vísir yfir Mbl.is í vefmælingum í október síðastliðnum en þar á undan veturinn 2005-2006. Mbl.is hefur haldið forskotinu síðan en munurinn milli vefjanna tveggja hefur minnkað síðustu misseri.

Næstu vefir á listanum eru DV með 280.452 notendur, Pressan með 257.370, og RÚV með 251.529 notendur.

Samræmdar vefmælingar á Íslandi eru í höndum Modernus ehf. Hægt er að kynna sér framkvæmd talningarinnar nánar hér á vef fyrirtækisins. Vikutölurnar eru gefnar út á mánudagsmorgnum á vefnum veflistinn.is.

Vísir þakkar lesendum sínum kærlega fyrir lesturinn!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×