Viðskipti innlent

Vísir mælist stærri en Mbl.is

Tinni Sveinsson skrifar
Síðasta vika var viðburðarík á Vísi, líkt og svo oft áður.
Síðasta vika var viðburðarík á Vísi, líkt og svo oft áður. Vísir
Í nýjum vikulista Samræmdrar vefmælingar náði Vísir toppsætinu af Mbl.is í fyrsta skipti í tæp níu ár.

Vísir mældist með 602.233 notendur í vikunni, sem er met fyrir vefinn. Á sama tíma mældist Mbl.is með 552.407 og var munurinn um níu prósent.

Listi Modernus yfir tíu vinsælustu vefi landsins.
Þennan mikla lesendafjölda má rekja til margra samverkandi þátta.

Aukinn lestur var á innlendum sem erlendum fréttum. Þá voru fréttir í Lífinu, Sportinu og skoðanagreinar mikið lesnar. 

Hér má sjá grein þar sem teknar eru saman mest lesnu fréttir vikunnar á Vísi.

Síðast fór Vísir yfir Mbl.is í vefmælingum veturinn 2005-2006. Mbl.is hefur haldið forskotinu síðan en munurinn milli vefjanna tveggja hefur minnkað síðustu misseri.

Næstu vefir á listanum eru DV með 290.760 notendur, Já með 222.808 notendur og RÚV með 209.498 notendur. 

Samræmdar vefmælingar á Íslandi eru í höndum Modernus ehf. Hægt er að kynna sér framkvæmd talningarinnar nánar hér á vef fyrirtækisins. Vikutölurnar eru gefnar út á mánudagsmorgnum á vefnum veflistinn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×