Viðskipti innlent

Ásta Pétursdóttir framkvæmdastjóri ÍMARK

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Pétursdóttir.
Ásta Pétursdóttir.
Ásta Pétursdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ÍMARK, félags markaðsfólks á Íslandi. Hún tekur við af Klöru Vigfúsdóttur sem nú snýr til annarra starfa.

Ásta tók við starfinu tímabundið þegar Klara fór í fæðingarorlof síðasta sumar en tekur nú við starfinu til frambúðar. Ásta lauk Meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og þar áður lauk hún B.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði Ásta sem rekstrarstjóri Blue Lagoon spa en þar áður var hún hjá Arion banka.

Ásta er í sambúð með Inga Rafnari Júlíussyni, viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×