Viðskipti innlent

Máli WOW air vísað endanlega frá dómi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
WOW air vildi að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála yrði felld úr gildi.
WOW air vildi að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála yrði felld úr gildi. Vísir/Vilhelm
Hæstiréttur hefur staðfest frávísun á máli WOW air vegna úthlutunar afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Flugfélagið krafðist þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála yrði felldur úr gildi en nefndin felldi úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að WOW air skildi njóta forgangs við úthlutun afgreiðslutíma á flugvellinum, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.

„Ekkert kemur fram um það í dóminum, ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins eða úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að það fyrirkomulag sem viðhaft er við úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli hafi skaðleg áhrif á samkeppni,“ segir í tilkynningunni. „Enda er þetta sama fyrirkomulag og er viðhaft alls staðar annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.“

WOW air hefur talið að úthlutun afgreiðslutíma komi í veg fyrir að það geti keppt við Icelandair með því að setja upp leiðarkerfi eða tengiflug á milli Evrópu og Bandaríkjanna þar sem Keflavíkurflugvöllur er miðstöð tengiflugsins.


Tengdar fréttir

Wow Air áfrýjar til Hæstaréttar

"Á WOW Air ekki von á öðru en að Hæstiréttur komist aftur að sömu niðurstöðu,“ segir lögmaður Wow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×