Vigdís Hauksdóttir handleggsbrotin: Rann í mikilli hálku á Grænlandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 18:17 Hér má sjá hvar Vigdís brotnaði. Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, rann í hálku í heimsókn sinni á Grænlandi og braut upphandleggsbein. „Það kom ísregn í fimmtán stiga frosti og það varð alveg gríðarlega mikil hálka. Ég rann á klakabunka sem var bara eins og hið besta skautasvell," segir Vigdís í samtali við Vísi, frá Landspítalanum. Ekki var hægt að setja Vigdísi í gipsi, vegna þess hvar brotið var. „Ég var sett í fatla. Flugið heim til Íslands var rosalega sársaukafullt. Það var mikill hristingur á leiðinni og það var sárt þegar handleggurinn hreyfðist," bætir hún við. Vigdís þarf á aðgerð að halda, hún þarf að fá nagla í upphandlegginn. Hún verður frá þingstörfum á meðan. „Þetta hitti nú samt vel á. Ég missti af deginum í dag og missi af morgundeginum. Síðan kemur kjördæmavika. Við í Framsókn ætlum að ferðast um landið. Ég var bókuð á tvo fundi. Sigrún Magnúsdóttir hleypur í skarðið fyrir mig á einum fundi en svo reikna ég með því að vera komin á fætur á fimmtudaginn í næstu viku," segir þingkonan ákveðin og full af hörku. Ef hún verður lengur frá þingstörfum þyrfti að kalla inn varaþingmann hennar, sem er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Hún segir að þrátt fyrir leiðilegan endi hafi ferðin til Grænlands verið ákaflega skemmtileg og fræðandi. Vigdís var þar í heimsókn sem meðlimur Vestnorræna ráðsins. „Þetta er í annað sinn sem ég kem þarna og landið er alveg stórkostlegt. Grænland er fullt af auðlindum. Þetta er lítil eyþjóð sem í risastóru landi sem glímir við það að vinna úr öllum auðlindunum. Svolítið eins og við." Vigdís dvaldi í bænum Ilulissat og segir umhverfið hafa verið einstaklega heillandi. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, rann í hálku í heimsókn sinni á Grænlandi og braut upphandleggsbein. „Það kom ísregn í fimmtán stiga frosti og það varð alveg gríðarlega mikil hálka. Ég rann á klakabunka sem var bara eins og hið besta skautasvell," segir Vigdís í samtali við Vísi, frá Landspítalanum. Ekki var hægt að setja Vigdísi í gipsi, vegna þess hvar brotið var. „Ég var sett í fatla. Flugið heim til Íslands var rosalega sársaukafullt. Það var mikill hristingur á leiðinni og það var sárt þegar handleggurinn hreyfðist," bætir hún við. Vigdís þarf á aðgerð að halda, hún þarf að fá nagla í upphandlegginn. Hún verður frá þingstörfum á meðan. „Þetta hitti nú samt vel á. Ég missti af deginum í dag og missi af morgundeginum. Síðan kemur kjördæmavika. Við í Framsókn ætlum að ferðast um landið. Ég var bókuð á tvo fundi. Sigrún Magnúsdóttir hleypur í skarðið fyrir mig á einum fundi en svo reikna ég með því að vera komin á fætur á fimmtudaginn í næstu viku," segir þingkonan ákveðin og full af hörku. Ef hún verður lengur frá þingstörfum þyrfti að kalla inn varaþingmann hennar, sem er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Hún segir að þrátt fyrir leiðilegan endi hafi ferðin til Grænlands verið ákaflega skemmtileg og fræðandi. Vigdís var þar í heimsókn sem meðlimur Vestnorræna ráðsins. „Þetta er í annað sinn sem ég kem þarna og landið er alveg stórkostlegt. Grænland er fullt af auðlindum. Þetta er lítil eyþjóð sem í risastóru landi sem glímir við það að vinna úr öllum auðlindunum. Svolítið eins og við." Vigdís dvaldi í bænum Ilulissat og segir umhverfið hafa verið einstaklega heillandi.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira