Marel fækkar starfsmönnum um 150 Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2015 17:21 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel. Vísir/anton brink. Marel ætlar að fækka starfsmönnum sínum um 150 vegna frekari einföldunar og hagræðingar í rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var Kauphöllinni eftir lokun markaðar í dag. Þar er um að ræða störf í Bandaríkjunum og Singapore. Í tilkynningunni segir að Marel muni í gegnum allt ferlið styðja við þá starfsmenn sem aðgerðirnar hafa áhrif á.Ráðist verður í viðamiklar breytingar sem nánar er gert grein fyrir hér að neðan: • Vöruframboð félagsins hefur verið endurskoðað með það að markmiði að auka slagkraftinn á þeim sviðum þar sem félagið hefur skýrt samkeppnisforskot og sterka markaðsstöðu. Á þeim grundvelli mun félagið hætta framleiðslu á frystum í Singapore. Félagið mun engu að síður bjóða áfram frysta í vörulínum sínum með samstarfssamningi við leiðandi framleiðendur á því sviði. Undirbúningur þessara aðgerða er þegar hafinn og búist er við að framleiðslueiningunni í Singapore verði að fullu lokað fyrir mitt ár 2015. Kostnaður þessu tengdur er bókaður sem einskiptiskostnaður í fjórða ársfjórðungi 2014 en búast má við ávinningi fyrir félagið og auknum rekstarhagnaði frá og með seinni helmingi þessa árs. • Framleiðslustarfsemi Marel í Des Moines, Iowa verður sameinuð starfseiningu félagsins í Gainesville, Georgíu. Markmiðið með þessum fyrirhuguðu breytingum er samþætting í rekstri starfseininganna sem mun styrkja samkeppnisstöðu félagsins. Aðgerðin er til samræmis við þá stefnu félagsins að hámarka framleiðslukerfið og auka áherslu á stærri einingar þar sem mismunandi iðnaðir koma saman undir einu þaki. Flutningar á framleiðslustarfsemi frá Des Moines til Gainesville munu hefjast í janúar 2015 og verður aðgerðinni að fullu lokið fyrir árslok 2015. Kostnaðurinn sem af aðgerðinni hlýst verður bókaður sem einskiptiskostnaður í fyrsta ársfjórðungi 2015 og ávinningsins verður vart frá og með árinu 2016. • Þessu til viðbótar tilkynnir Marel nú um fjárfestingu í nýrri nýsköpunarmiðstöð í Des Moines sem sinnir einkum lausnum fyrir kjötiðnað og fyrir frekari vinnslu matvæla. Nýja nýsköpunarmiðstöðin mun leysa af hólmi núverandi starfsstöð og stefnt er að sölu á landi og byggingum þar á móti nýrri fjárfestingu. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar þessara breytinga muni starfsemi Marel í Bandaríkjunum samanstanda af: framleiðslueiningu í Gainesville, framleiðslueiningu í Seattle, Washington, sölu- og þjónustumiðstöð í Lenexa, Kansas og að lokum nýsköpunarmiðstöð í Des Moines. Allar fjórar einingarnar muni halda áfram sölu- og þjónustustarfsemi. Eftir breytingarnar verða starfsmenn Marel í Bandaríkjunum um 600 og munu þeir þjónusta Bandaríkjamarkað sem er í örum vexti um þessar mundir. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Marel ætlar að fækka starfsmönnum sínum um 150 vegna frekari einföldunar og hagræðingar í rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var Kauphöllinni eftir lokun markaðar í dag. Þar er um að ræða störf í Bandaríkjunum og Singapore. Í tilkynningunni segir að Marel muni í gegnum allt ferlið styðja við þá starfsmenn sem aðgerðirnar hafa áhrif á.Ráðist verður í viðamiklar breytingar sem nánar er gert grein fyrir hér að neðan: • Vöruframboð félagsins hefur verið endurskoðað með það að markmiði að auka slagkraftinn á þeim sviðum þar sem félagið hefur skýrt samkeppnisforskot og sterka markaðsstöðu. Á þeim grundvelli mun félagið hætta framleiðslu á frystum í Singapore. Félagið mun engu að síður bjóða áfram frysta í vörulínum sínum með samstarfssamningi við leiðandi framleiðendur á því sviði. Undirbúningur þessara aðgerða er þegar hafinn og búist er við að framleiðslueiningunni í Singapore verði að fullu lokað fyrir mitt ár 2015. Kostnaður þessu tengdur er bókaður sem einskiptiskostnaður í fjórða ársfjórðungi 2014 en búast má við ávinningi fyrir félagið og auknum rekstarhagnaði frá og með seinni helmingi þessa árs. • Framleiðslustarfsemi Marel í Des Moines, Iowa verður sameinuð starfseiningu félagsins í Gainesville, Georgíu. Markmiðið með þessum fyrirhuguðu breytingum er samþætting í rekstri starfseininganna sem mun styrkja samkeppnisstöðu félagsins. Aðgerðin er til samræmis við þá stefnu félagsins að hámarka framleiðslukerfið og auka áherslu á stærri einingar þar sem mismunandi iðnaðir koma saman undir einu þaki. Flutningar á framleiðslustarfsemi frá Des Moines til Gainesville munu hefjast í janúar 2015 og verður aðgerðinni að fullu lokið fyrir árslok 2015. Kostnaðurinn sem af aðgerðinni hlýst verður bókaður sem einskiptiskostnaður í fyrsta ársfjórðungi 2015 og ávinningsins verður vart frá og með árinu 2016. • Þessu til viðbótar tilkynnir Marel nú um fjárfestingu í nýrri nýsköpunarmiðstöð í Des Moines sem sinnir einkum lausnum fyrir kjötiðnað og fyrir frekari vinnslu matvæla. Nýja nýsköpunarmiðstöðin mun leysa af hólmi núverandi starfsstöð og stefnt er að sölu á landi og byggingum þar á móti nýrri fjárfestingu. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar þessara breytinga muni starfsemi Marel í Bandaríkjunum samanstanda af: framleiðslueiningu í Gainesville, framleiðslueiningu í Seattle, Washington, sölu- og þjónustumiðstöð í Lenexa, Kansas og að lokum nýsköpunarmiðstöð í Des Moines. Allar fjórar einingarnar muni halda áfram sölu- og þjónustustarfsemi. Eftir breytingarnar verða starfsmenn Marel í Bandaríkjunum um 600 og munu þeir þjónusta Bandaríkjamarkað sem er í örum vexti um þessar mundir.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira