Handbolti

Króatar tryggðu sér efsta sætið í B-riðli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Igor Karacic fer í gegnum vörn Makedóníumanna.
Igor Karacic fer í gegnum vörn Makedóníumanna. vísir/afp
Króatía er öruggt með sigur í B-riðli HM 2015 í handbolta eftir þriggja marka sigur á Makedóníu, 28-25, í fjórðu og næst síðustu umferð riðlakeppninnar.

Makedóníumenn bitu hressilega frá sér í leiknum gegn firnasterku liði Króatar og komust fjórum mörkum yfir í byrjun leiks, 9-5. Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Króatíu.

Í síðari hálfleik tóku Króatarnir að síga fram úr og náðu þeir mest fimm marka forskoti þegar tíu mínútur voru eftir 24-20.

Makedóníumenn reyndu hvað þeir gátu undir restina en komust lítt áleiðis gegn Mirko Alilovic í marki Króata sem varði vel á annan tug skota, mörg hver á síðasta korterinu.

Ivan Cupic var markahæstur hjá Króatú með níu mörk en Kiril Lazarov skoraði sjö fyrir Makedóníu.

Króatía er með átta stig, fullt hús, eftir fjóra leiki í B-riðlinum en Makedónía er með sex stig í öðru sæti, stigi á undan Patreki Jóhannessyni og lærisveinum hans í austurríska liðinu.

Makedónía og Austurríki spila úrslitaleik í síðustu umferðinni um annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×