Handbolti

Björgvin Páll: Við vorum bara ekki klárir í þetta

Arnar Björnsson í Katar skrifar
vísir/eva björk
Björgvin Páll Gústafsson byrjaði í markinu í stórtapinu gegn Tékkum í dag en Aron Rafn Eðvarðsson leysti hann af hólmi þegar 7 mínútur og 40 sekúndur voru búnar, þá var staðan 7-4.

Björgvin byrjaði í markinu í seinni hálfleik var með 33% markvörslu og var einn skársti maður liðsins. Peter Stochl í marki Tékka varði 17 skot eða 39% skotanna.

Hvers vegna þessi skellur?

„Við vorum bara ekki klárir í þetta.  Við erum einhvern veginn ekki alveg rétt stilltir andlega. Við erum annað hvort yfirmótiveraðir, sjálfstraustslausir eða hrokafullir. Við erum allavega ekki við sjálfir,“ segir Björgvin Páll.

„Svona rokk á milli leikja er eitthvað sem á ekki að bjóðast, eins sterkt lið og við erum. Ef ég hefði tekið einn bolta í byrjun hefði þetta kannski snúist við. Við verðum að taka ábyrð, ég var ekki góður í dag og enginn okkar“.

Er eitthvað hægt að taka jákvætt út úr þessum leik?

„Nei, bara mjög lítið og eiginlega ekki neitt nema reynsluna að hafa spilað eins og aular. Við eigum einn sjens eftir og við eigum hann ekki skilið.

Eigum við möguleika gegn Egyptum?

„Já en ekki þessum leik og þessu hugarfari.  Við verðum að gera það fyrir yngri kynslóðina þá sem eru að koma inn í landsliðið á næstu árum.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×