Ólafur Stefáns: Þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 15:00 Ólafur Stefánsson. Vísir/Daníel Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur. HM 2015 í Katar Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson, einn allra besti handboltamaðurinn í sögu íslensku þjóðarinnar, var gestur í HM-stofunni í gær og sagði sína skoðun á gengi íslenska landsliðsins á HM í Katar. Ólafur er á því að leikmenn liðsins í dag þurfi að ákveða það hvort að þeir séu tilbúnir að gefa allt sitt í landsliðið á næstunni eða hvort að það sé best fyrir þá að hætta í landsliðinu. „Ég var vongóður allt mótið þrátt fyrir allt því þegar Aron er með þá getum við gert fáránlega góða hluti. Það munaði heilmikið um hann í dag," sagði Ólafur Stefánsson en viðtalið var tekið eftir tapið á móti Dönum í sextán liða úrslitunum. Þóra Arnórsdóttir bar síðan undir hann þá hugmynd, sem kom fram á samfélagsmiðlum, að senda Ólaf út til Katar til að taka peprræðuna fyrir liðið. Fannst honum það óþægilegt? „Ég pæli ekkert í því en ég pæli hinsvegar í því sem við þurfum að gera," sagði Ólafur og hann sér fyrir sér tvær leiðir. „Helsti munurinn á íslenska og danska liðinu að Danir eru með þrjá þunga þrista sem geta hlaupið sókn og vörn á meðan að við erum með fimm leikmenn í þessum þremur stöðum sem þurfa alltaf að vera að skipta," sagði Ólafur. „Við eigum að að gefa öllum þessum strákum tækifæri en þurfum að spyrja þá fljótlega finnst mér: Eruð þið til í að spýta aðeins í lófana og vera góðir í heilt ár, reyna ná fáránlega góðum úrslitum á næsta EM og komast á Ólympíuleikana. Eruð þið tilbúnir að taka slaginn og þá er ég að tala um eiginlega allt liðið," sagði Ólafur. „Við þurfum að fá heiðarlegt svar því sumir eru orðnir þreyttir. Það er alveg pakki að fara í gegnum svona mót. Ef að kjarninn er ekki alveg til í þetta þá eigum við að fara að leita að öllu sem hreyfist og er stórt, þungt og gestur kastað bolta. Það er fullt af svoleiðis gaurum að koma upp. Þá þarf að gera drastískar breytingar á liðinu og það yrði mjög fáir sem myndi halda áfram í því liði, sagði Ólafur. „Annaðhvort förum við af fullum krafti með þetta lið næsta ár og sjáum til hvort við komust í stórkeppni. Þá spýta allir aðeins í lófana og við bætum einhverjum inn og svona. Við getum alveg gert gott mót þannig," sagði Ólafur „Það þarf bara að taka fljótt ákvörðun um þetta. Ef menn eru ekki til í þetta þá þurfum við að byrja að nýta tímann strax. Klukkan er samt ekki beint tikkandi og þetta er ekki spurning um daga eða vikur," sagði Ólafur. „Það er líka miklu betra fyrir þessa stráka sem eru núna í liðinu að vita að hverju þeir eru að stefna og hvað þeir ætli að gera með liðinu næstu eitt til tvö árin. Ekkert hálfkák því þetta er mjög hættuleg staða að því leiti að ef við erum að lenda í einhverju milliskýi þar sem þú veist ekki hvort viðkomandi leikmaður sé á staðnum eða hvort að hann sé að hætta," sagði Ólafur. „Hinir leikmennirnir eiga langt í land að ná þeim handboltalega séð en þeir eru kannski að ná þeim í líkamlega þættinum. Það á bara eftir að skóla þá svo mikið," sagði Ólafur en hann óttast það að við gætum verið í nákvæmlega sömu sporum eftir fjögur til fimm ár gerist ekki eitthvað núna. Það er hægt að sjá allt spjallið við Ólaf Stefánsson með því að smella hér en Ólafur fer að ræða málin af alvöru eftir um sautján mínútur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti