Kanadískur maður blekkti íslenskar stúlkur til að fækka fötum í myndbandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 12:22 Andrew Lindy kom hingað til lands til að kynnast stelpum og taka það upp. Kanadískur maður sem ferðast um heiminn, með það að markmiði að sofa hjá konum og taka það upp, birti myndband frá heimsókn sinni til Íslands á netinu í gær. Maðurinn sem heitir Andrew Lindy kom hingað til lands fyrir tveimur árum í þeim tilgangi að taka upp þátt. Lindy kynnir þættina sem ferðaþætti og birtir þá á YouTube-síðu sinni sem er með um fimm þúsund áskrifendur. Í þættinum reynir Lindy að nálgast konur; fara með þeim á stefnumót og síðan sænga hjá þeim. Sú sem hann talar hvað mest við í þáttunum er leikkonan Margrét Ásta. Í viðtölum við Pressuna og Nútímann segir hún að Lindy hafi blekkt hana. Hún segir hann hafa tjáð henni að þættirnir yrðu allt öðruvísi. Mikið áhorf er á þættina hans Lindy. Yfir tvö hundruð þúsund manns horfðu á hluta þáttarins sem fjallaði um heimsókn hans til borgarinnar Riga í Lettlandi. Í gærdag höfðu tugir þúsunda horft á sum myndböndin frá Íslandi.Myndbandið fór um netheima Myndbandið af Margréti Ástu og öðrum íslenskum stúlkum fór um netheima í gær. Ein íslensk vefsíða birti myndbandið, en tók það úr birtingu í gærkvöldi. Á netinu myndaðist sterk samstaða um að birta ekki myndbandið heldur láta aðstandendur Youtube vita að myndbandið ætti ekki að vera í loftinu. Meðal þeirra sem tóku þá afstöðu var María Lilja Þrastardóttir sem sagði:„Á vefnum eru nú í umferð myndbönd manns sem kveðst gera sjónvarp um konur fyrir graða karla. Hann ferðast um heiminn og reynir að „afhjúpa" innlendar konur fyrir að vera druslur. Hans nýjasta heimildaverk er frá Íslandi.Þarna fer pínulítill karl og siglir undir fölsku flaggi. Hann tekur upp konur/ungar stúlkur án þeirra vitundar, villir á sér heimildir og dreifir síðan af þeim nektarmyndum og sundurklipptum samtölum, hatursfullum málstað sínum til stuðnings.Ekki dreifa þessu. Reportið þetta strax. Þessi myndbönd eru ein tegund hefndarkláms og með því að dreifa þeim og skoða tökum við þátt í ofbeldi gegn téðum konum.Að því sögðu langar mig að bæta við að ekkert sem þessar stúlkur gerðu var rangt eða heimskulegt af þeim. Þær hafa allan rétt á að eiga einkalíf og lifa frjálsu kynlífi á sínum forsendum. Þessi maður brást hinsvegar trausti þeirra og gerðist brotlegur við íslensk lög. Við skulum því sameinast um að ,,slut shame-a" þær ekki.“ Meðlimir facebook-hópsins Beauty-tips voru einnig hvattir til þess að hafa samband við Youtube og voru umræður um myndbandið annars bannaðar í gær. Í þættinum um Ísland reynir Lindy ítrekað að láta í veðri vaka að auðvelt sé að sænga hjá íslenskum konum. Hann talar við tvo unga menn í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi til sem halda þessu fram. Einnig ræðir hann við leigubílstjóra sem segir honum að besta leiðin til að hitta íslenskar konur sé að fara á barinn.Segist hafa verið blekkt „Ég vildi óska að þetta hefði ekki gerst, en nú þarf ég gjöra svo vel og taka afleiðingunum,“ segir Margrét í viðtali við Pressuna. Þar kemur fram að svo virðist sem Lindy hafi lögin sín megin, hann hafi blekkt Margréti til að samþykkja að vera með í þættinum. Hann tjáði henni að sjónvarpsstöðin Showtime hefði í hyggju á að framleiða þáttinn. Í viðtalinu á Pressunni eru Facebook-samskipti Margrétar Ástu og Andrew Lindy birt og kemur þar fram að framsetning Lindy í þættinum var langt frá sannleikanum. Lindy og Margrét kynntust í heimsókn hans hér á Íslandi, en í þættinum er látið líta út fyrir að Margrét Ásta hafi farið með honum beint upp á hótel í kjölfar þess að þau hittast á Prikinu seint að nóttu til.Á Nútímanum kemur fram að Margrét hafi verið að halda upp á afmælið sitt þegar hún sá Lindy með myndavélina á lofti. „Ég spurði hann afhverju hann væri að taka okkur upp. Hann sagði að honum fyndist ég svo góð að dansa og vildi endilega fá að nota þetta fyrir þátt sem hann var að gera. Sem ég samþykkti. Við spjölluðum aðeins og svo fór ég,“ segir hún og bætir við: „Daginn eftir hefur hann samband við mig á Facebook og segir mér nánar frá þessum þætti og um hvað hann snýst. Hann sýndi mér sýnishorn, sem innihélt enga nekt og leit bara eðlilega út. Ég samþykkti að hitta hann og mögulega taka þátt í þessu með honum.“Hittust tíu dögum seinna Í viðtalinu á Nútímanum kemur fram að þau hafi hist tíu dögum síðar og þá hafi Margrét Ásta heimsótt hann á hótelið hans. Þar bauð Lindy henni að sitja fyrir nakin í bók sem hann var að gera, en hann notaði ljósmyndina af Margréti naktri í þættinum. Lindy bauð Margréti til Kanada og skrifaði hún undir samning við komuna þangað. Í honum fólst að Lindy mætti nota myndböndin sem hann tók af henni. „Ég skrifaði undir samninginn en las hann ekki nógu vel enda var ég búin að þekkja manninn í meira en ár og ég treysti honum þegar hann sagði að þetta myndi ekki fara á netið," segir hún við Pressuna. Blaðamaður Pressunnar fékk lögfræðing til að lesa samninginn yfir og segir hann að maðurinn hafi lögin sín megin. Margrét segir að öll atriðin í þættinum hafi verið leikin: „Þannig að á meðan það lítur út eins og þessi ferðaþáttur sé tekinn upp á einu kvöldi á Íslandi þá er þetta tekið upp á meira en árs tímabili í tveimur löndum”. Margrét talaði við Lindy skömmu áður en þátturinn fór á Youtube. Hún bað hann um að setja þáttinn ekki á vefinn. „Ég spurði hann þá hvað hann ætlaði að gera við efnið og þá sagðist hann ætla að setja það á Youtube. Mér brá þá náttúrlega alveg svakalega," og bætir við: „Ég grátbað hann um að klippa mig út úr þessu, ég sagði honum að ég byggi á litlu landi og ætti foreldra og fjölskyldu hér. Ég reyndi að útskýra fyrir honum hvernig mér myndi líða og fyrst þóttist hann hafa samúð með mér en svo var eins og honum væri bara alveg sama.”Með litla myndavél að vopni Lindy ferðast um heiminn með það að markmiði að kynnast konum. Nýlega birti hann myndband af sjálfum sér þar sem hann stærir sig af því að nota litla myndavél við þáttagerðina. Hann notar vél að gerðinni Panasonic Lumix GH1, sem er eins og myndavél, notuð til að taka ljósmyndir. Í þættinum frá Íslandi er hann reglulega spurður hvort hann sé að taka ljósmyndir en þá segist hann vera að taka upp á myndband. Hann ræðir við fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur að nóttu til og virðast að minnsta kosti einhverjir vera undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu sem hann birti fyrir skemmstu segir hann frá því að hann noti ódýr forrit til þess að framleiða þættina. Hann ráðleggur þeim sem vilja gera þætti að kynna sér umfjöllunarefni sitt vel og segir nándina við manneskjur skipta mestu máli í sinni þáttargerð. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Kanadískur maður sem ferðast um heiminn, með það að markmiði að sofa hjá konum og taka það upp, birti myndband frá heimsókn sinni til Íslands á netinu í gær. Maðurinn sem heitir Andrew Lindy kom hingað til lands fyrir tveimur árum í þeim tilgangi að taka upp þátt. Lindy kynnir þættina sem ferðaþætti og birtir þá á YouTube-síðu sinni sem er með um fimm þúsund áskrifendur. Í þættinum reynir Lindy að nálgast konur; fara með þeim á stefnumót og síðan sænga hjá þeim. Sú sem hann talar hvað mest við í þáttunum er leikkonan Margrét Ásta. Í viðtölum við Pressuna og Nútímann segir hún að Lindy hafi blekkt hana. Hún segir hann hafa tjáð henni að þættirnir yrðu allt öðruvísi. Mikið áhorf er á þættina hans Lindy. Yfir tvö hundruð þúsund manns horfðu á hluta þáttarins sem fjallaði um heimsókn hans til borgarinnar Riga í Lettlandi. Í gærdag höfðu tugir þúsunda horft á sum myndböndin frá Íslandi.Myndbandið fór um netheima Myndbandið af Margréti Ástu og öðrum íslenskum stúlkum fór um netheima í gær. Ein íslensk vefsíða birti myndbandið, en tók það úr birtingu í gærkvöldi. Á netinu myndaðist sterk samstaða um að birta ekki myndbandið heldur láta aðstandendur Youtube vita að myndbandið ætti ekki að vera í loftinu. Meðal þeirra sem tóku þá afstöðu var María Lilja Þrastardóttir sem sagði:„Á vefnum eru nú í umferð myndbönd manns sem kveðst gera sjónvarp um konur fyrir graða karla. Hann ferðast um heiminn og reynir að „afhjúpa" innlendar konur fyrir að vera druslur. Hans nýjasta heimildaverk er frá Íslandi.Þarna fer pínulítill karl og siglir undir fölsku flaggi. Hann tekur upp konur/ungar stúlkur án þeirra vitundar, villir á sér heimildir og dreifir síðan af þeim nektarmyndum og sundurklipptum samtölum, hatursfullum málstað sínum til stuðnings.Ekki dreifa þessu. Reportið þetta strax. Þessi myndbönd eru ein tegund hefndarkláms og með því að dreifa þeim og skoða tökum við þátt í ofbeldi gegn téðum konum.Að því sögðu langar mig að bæta við að ekkert sem þessar stúlkur gerðu var rangt eða heimskulegt af þeim. Þær hafa allan rétt á að eiga einkalíf og lifa frjálsu kynlífi á sínum forsendum. Þessi maður brást hinsvegar trausti þeirra og gerðist brotlegur við íslensk lög. Við skulum því sameinast um að ,,slut shame-a" þær ekki.“ Meðlimir facebook-hópsins Beauty-tips voru einnig hvattir til þess að hafa samband við Youtube og voru umræður um myndbandið annars bannaðar í gær. Í þættinum um Ísland reynir Lindy ítrekað að láta í veðri vaka að auðvelt sé að sænga hjá íslenskum konum. Hann talar við tvo unga menn í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi til sem halda þessu fram. Einnig ræðir hann við leigubílstjóra sem segir honum að besta leiðin til að hitta íslenskar konur sé að fara á barinn.Segist hafa verið blekkt „Ég vildi óska að þetta hefði ekki gerst, en nú þarf ég gjöra svo vel og taka afleiðingunum,“ segir Margrét í viðtali við Pressuna. Þar kemur fram að svo virðist sem Lindy hafi lögin sín megin, hann hafi blekkt Margréti til að samþykkja að vera með í þættinum. Hann tjáði henni að sjónvarpsstöðin Showtime hefði í hyggju á að framleiða þáttinn. Í viðtalinu á Pressunni eru Facebook-samskipti Margrétar Ástu og Andrew Lindy birt og kemur þar fram að framsetning Lindy í þættinum var langt frá sannleikanum. Lindy og Margrét kynntust í heimsókn hans hér á Íslandi, en í þættinum er látið líta út fyrir að Margrét Ásta hafi farið með honum beint upp á hótel í kjölfar þess að þau hittast á Prikinu seint að nóttu til.Á Nútímanum kemur fram að Margrét hafi verið að halda upp á afmælið sitt þegar hún sá Lindy með myndavélina á lofti. „Ég spurði hann afhverju hann væri að taka okkur upp. Hann sagði að honum fyndist ég svo góð að dansa og vildi endilega fá að nota þetta fyrir þátt sem hann var að gera. Sem ég samþykkti. Við spjölluðum aðeins og svo fór ég,“ segir hún og bætir við: „Daginn eftir hefur hann samband við mig á Facebook og segir mér nánar frá þessum þætti og um hvað hann snýst. Hann sýndi mér sýnishorn, sem innihélt enga nekt og leit bara eðlilega út. Ég samþykkti að hitta hann og mögulega taka þátt í þessu með honum.“Hittust tíu dögum seinna Í viðtalinu á Nútímanum kemur fram að þau hafi hist tíu dögum síðar og þá hafi Margrét Ásta heimsótt hann á hótelið hans. Þar bauð Lindy henni að sitja fyrir nakin í bók sem hann var að gera, en hann notaði ljósmyndina af Margréti naktri í þættinum. Lindy bauð Margréti til Kanada og skrifaði hún undir samning við komuna þangað. Í honum fólst að Lindy mætti nota myndböndin sem hann tók af henni. „Ég skrifaði undir samninginn en las hann ekki nógu vel enda var ég búin að þekkja manninn í meira en ár og ég treysti honum þegar hann sagði að þetta myndi ekki fara á netið," segir hún við Pressuna. Blaðamaður Pressunnar fékk lögfræðing til að lesa samninginn yfir og segir hann að maðurinn hafi lögin sín megin. Margrét segir að öll atriðin í þættinum hafi verið leikin: „Þannig að á meðan það lítur út eins og þessi ferðaþáttur sé tekinn upp á einu kvöldi á Íslandi þá er þetta tekið upp á meira en árs tímabili í tveimur löndum”. Margrét talaði við Lindy skömmu áður en þátturinn fór á Youtube. Hún bað hann um að setja þáttinn ekki á vefinn. „Ég spurði hann þá hvað hann ætlaði að gera við efnið og þá sagðist hann ætla að setja það á Youtube. Mér brá þá náttúrlega alveg svakalega," og bætir við: „Ég grátbað hann um að klippa mig út úr þessu, ég sagði honum að ég byggi á litlu landi og ætti foreldra og fjölskyldu hér. Ég reyndi að útskýra fyrir honum hvernig mér myndi líða og fyrst þóttist hann hafa samúð með mér en svo var eins og honum væri bara alveg sama.”Með litla myndavél að vopni Lindy ferðast um heiminn með það að markmiði að kynnast konum. Nýlega birti hann myndband af sjálfum sér þar sem hann stærir sig af því að nota litla myndavél við þáttagerðina. Hann notar vél að gerðinni Panasonic Lumix GH1, sem er eins og myndavél, notuð til að taka ljósmyndir. Í þættinum frá Íslandi er hann reglulega spurður hvort hann sé að taka ljósmyndir en þá segist hann vera að taka upp á myndband. Hann ræðir við fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur að nóttu til og virðast að minnsta kosti einhverjir vera undir áhrifum áfengis. Í myndbandinu sem hann birti fyrir skemmstu segir hann frá því að hann noti ódýr forrit til þess að framleiða þættina. Hann ráðleggur þeim sem vilja gera þætti að kynna sér umfjöllunarefni sitt vel og segir nándina við manneskjur skipta mestu máli í sinni þáttargerð.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira