Guðmundur: Ég kvaldist í alla nótt Arnar Björnsson í Doha skrifar 29. janúar 2015 12:30 Guðmundur Guðmundsson var umsetinn dönskum blaðamönnum á fréttamannafundi í morgun. Voru þeir grimmir? „Já þeir eru það og ekkert óvenjulegt við það. Menn vilja vinna alla leiki og komast í úrslitaleik. Áhuginn í Danmörku á handbolta er ótrúlegur og öll þjóðin hefur verið að fylgjast með HM. Guðmundur segist ekki velta því fyrir sér hvort danskir blaða og fréttamenn séu ósanngjarnir. Hann segist ekki lesa blöðin. „Ég hugsa ekki mikið um það og svara þeim spurningum sem að mér er beint eins heiðarlega og ég get. Skýri mitt mál og mér hefur fundist það góð leið. Mér finnst þeir hafa borið virðingu fyrir því en að sjálfsögðu fæ ég stundum mjög erfiðar spurningar,“ segir Guðmundur. Eftir Argentínuleikinn voru spurningarnar mjög beinskeyttar og það var erfitt. Þetta venst því maður lærir á þetta umhverfi. Ég er ekki búinn að þjálfa þetta lið í marga daga þannig að þetta er nýtt fyrir mig en ég get ekki kvartað undan blaðamönnum.“ „Ég held að maður eigi að fagna því og vera þakklátur fyrir þann mikla áhuga sem Danir hafa á handbolta. Sem dæmi þá voru þrjú þúsund manns í Viborg sem horfðu á leik Dana og Íslendinga á breiðtjaldi. Þannig var þetta á fleiri stöðum og sýnir hve áhuginn er gríðarlegur.“ „Væntingarnar eru svakalegar og það er ekkert óeðlilegt því Dönum hefur gengið vel á undanförnum árum. Ég þarf að standa undir þeim væntingum og ná því mesta út úr liðinu. Því miður vantaði herslumuninn að við kæmust í undanúrslit í gær. Það vantaði svo lítið og það er sárt fyrir mig og alla sem að liðinu koma og alla Dani líka.“ Ulrik Wilbek tapaði með 16 mörkum á síðasta HM móti en þú með einu? „Það er enginn sem veltir því fyrir sér, menn vildu bara komast alla leið. Möguleikinn var til staðar. Fjórum mínútum fyrir leikslok höfum við eins marka forystu. Spánverjar fá alveg hrikalega langa sókn, skjóta þrisvar sinnum á markið og alltaf fá þeir boltann. Svo gerum við ein smá mistök eftir þessa löngu sókn þeirra og þeir jafna metin. Þarna fannst mér tækifærið til að klára leikinn ef við hefðum staðið af okkur þessa sókn Spánverja. Það eru ekki margir klukkutímar frá því að flautað var til leiksloka. Þú varst ekki glaður þegar þú gékkst af velli, ertu búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum? „Ég skal játa að ég er bara búinn að horfa á hann einu sinni og seinni hálfleikinn aftur. Ég er búinn að kvelja mig í alla nótt. Maður hugsar alltaf hvað hefði maður gert betur. Maður elskar það að vinna en þetta en þetta er svakalega vont tilfinnig að tapa, alla vega hjá mér“. Nú eru tveir leikir eftir. Það verður þitt verkefni að koma ykkur í gírinn fyrir þá leiki. „Já við erum búnir að funda í morgun þar sem við rættum einmitt þetta. Það er hægara sagt en gert að einbeita sér að þessum leikjum. Það eru rosaleg vonbrigði að tapa á þennan hátt þegar þú færð á þig sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Það tekur á og menn þurfa að vera rosalega sterkir að koma til baka. En ég hef fulla trú á því að þeir geri það“ Þetta mót hlýtur að vera mikil reynsla fyrir þig? „Já þetta er gríðarleg reynsla fyrir mig og mikilvægur hluti af því að taka við nýju liði og byrja að þróa nýja hluti. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara og leikmenn að fá hlutina til að virka eins og hann vill. Mér finnst samt það hafa gengið ótrúlega vel og þetta hefur ekki tekið langan tíma. Við erum búnir að spila mjög góðan handbolta fyrir utan 20 mínútur á móti Argentínu.“ „Flesta leikina spiluðum við mjög vel, frábæran leik á móti Þjóðverjum, góðan leik á móti Rússum, frábæran leik á móti Pólverjum sem við unnum örugglega, fínan leik á móti Íslendingum og lékum vel í gær. Ég er búinn að sjá stíganda í leik liðsins og sjá að áherslunar sem ég legg á eru að virka. Ég finn að leikmennirnir eru einnig að koma með í þetta.“ Ég ímynda mér að á einhverju augnabliki í gær gætir þú hafa hugsað; af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér? „Nei það hugsaði ég ekki. Þetta er krefjandi starf og maður starfar undir gríðarlega miklu álagi og það er það sem maður hefur verið að sækjast í. Það er bara gaman að þessu en þetta reynir gríðarlega á mann og leikir eins og í gær reyna verulega á sálartetrið“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Neitaði að tjá sig um dómgæsluna eins og hann hefur áður gert. 29. janúar 2015 09:29 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Getum verið stoltir af spilamennskunni Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær. 29. janúar 2015 06:00 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var umsetinn dönskum blaðamönnum á fréttamannafundi í morgun. Voru þeir grimmir? „Já þeir eru það og ekkert óvenjulegt við það. Menn vilja vinna alla leiki og komast í úrslitaleik. Áhuginn í Danmörku á handbolta er ótrúlegur og öll þjóðin hefur verið að fylgjast með HM. Guðmundur segist ekki velta því fyrir sér hvort danskir blaða og fréttamenn séu ósanngjarnir. Hann segist ekki lesa blöðin. „Ég hugsa ekki mikið um það og svara þeim spurningum sem að mér er beint eins heiðarlega og ég get. Skýri mitt mál og mér hefur fundist það góð leið. Mér finnst þeir hafa borið virðingu fyrir því en að sjálfsögðu fæ ég stundum mjög erfiðar spurningar,“ segir Guðmundur. Eftir Argentínuleikinn voru spurningarnar mjög beinskeyttar og það var erfitt. Þetta venst því maður lærir á þetta umhverfi. Ég er ekki búinn að þjálfa þetta lið í marga daga þannig að þetta er nýtt fyrir mig en ég get ekki kvartað undan blaðamönnum.“ „Ég held að maður eigi að fagna því og vera þakklátur fyrir þann mikla áhuga sem Danir hafa á handbolta. Sem dæmi þá voru þrjú þúsund manns í Viborg sem horfðu á leik Dana og Íslendinga á breiðtjaldi. Þannig var þetta á fleiri stöðum og sýnir hve áhuginn er gríðarlegur.“ „Væntingarnar eru svakalegar og það er ekkert óeðlilegt því Dönum hefur gengið vel á undanförnum árum. Ég þarf að standa undir þeim væntingum og ná því mesta út úr liðinu. Því miður vantaði herslumuninn að við kæmust í undanúrslit í gær. Það vantaði svo lítið og það er sárt fyrir mig og alla sem að liðinu koma og alla Dani líka.“ Ulrik Wilbek tapaði með 16 mörkum á síðasta HM móti en þú með einu? „Það er enginn sem veltir því fyrir sér, menn vildu bara komast alla leið. Möguleikinn var til staðar. Fjórum mínútum fyrir leikslok höfum við eins marka forystu. Spánverjar fá alveg hrikalega langa sókn, skjóta þrisvar sinnum á markið og alltaf fá þeir boltann. Svo gerum við ein smá mistök eftir þessa löngu sókn þeirra og þeir jafna metin. Þarna fannst mér tækifærið til að klára leikinn ef við hefðum staðið af okkur þessa sókn Spánverja. Það eru ekki margir klukkutímar frá því að flautað var til leiksloka. Þú varst ekki glaður þegar þú gékkst af velli, ertu búinn að horfa á leikinn nokkrum sinnum? „Ég skal játa að ég er bara búinn að horfa á hann einu sinni og seinni hálfleikinn aftur. Ég er búinn að kvelja mig í alla nótt. Maður hugsar alltaf hvað hefði maður gert betur. Maður elskar það að vinna en þetta en þetta er svakalega vont tilfinnig að tapa, alla vega hjá mér“. Nú eru tveir leikir eftir. Það verður þitt verkefni að koma ykkur í gírinn fyrir þá leiki. „Já við erum búnir að funda í morgun þar sem við rættum einmitt þetta. Það er hægara sagt en gert að einbeita sér að þessum leikjum. Það eru rosaleg vonbrigði að tapa á þennan hátt þegar þú færð á þig sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Það tekur á og menn þurfa að vera rosalega sterkir að koma til baka. En ég hef fulla trú á því að þeir geri það“ Þetta mót hlýtur að vera mikil reynsla fyrir þig? „Já þetta er gríðarleg reynsla fyrir mig og mikilvægur hluti af því að taka við nýju liði og byrja að þróa nýja hluti. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara og leikmenn að fá hlutina til að virka eins og hann vill. Mér finnst samt það hafa gengið ótrúlega vel og þetta hefur ekki tekið langan tíma. Við erum búnir að spila mjög góðan handbolta fyrir utan 20 mínútur á móti Argentínu.“ „Flesta leikina spiluðum við mjög vel, frábæran leik á móti Þjóðverjum, góðan leik á móti Rússum, frábæran leik á móti Pólverjum sem við unnum örugglega, fínan leik á móti Íslendingum og lékum vel í gær. Ég er búinn að sjá stíganda í leik liðsins og sjá að áherslunar sem ég legg á eru að virka. Ég finn að leikmennirnir eru einnig að koma með í þetta.“ Ég ímynda mér að á einhverju augnabliki í gær gætir þú hafa hugsað; af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér? „Nei það hugsaði ég ekki. Þetta er krefjandi starf og maður starfar undir gríðarlega miklu álagi og það er það sem maður hefur verið að sækjast í. Það er bara gaman að þessu en þetta reynir gríðarlega á mann og leikir eins og í gær reyna verulega á sálartetrið“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Neitaði að tjá sig um dómgæsluna eins og hann hefur áður gert. 29. janúar 2015 09:29 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Getum verið stoltir af spilamennskunni Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær. 29. janúar 2015 06:00 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 74-70| Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Neitaði að tjá sig um dómgæsluna eins og hann hefur áður gert. 29. janúar 2015 09:29
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
Getum verið stoltir af spilamennskunni Þýskaland spilar ekki um verðlaunasæti á HM í Katar en það varð ljóst eftir að lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu fyrir heimamönnum, 26-24, í 8-liða úrslitum keppninnar í Lusail-höllinni í gær. 29. janúar 2015 06:00
HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00
Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn