Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2015 09:29 Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn