Volvo kaupir helminginn í Dongfeng Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 11:17 Dongfeng vörubíll. Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent
Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent