Handbolti

Guðmundur kom degi síðar en strákarnir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í fyrsta sinn á stórmóti í Katar.
Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í fyrsta sinn á stórmóti í Katar. vísir/getty
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu komu degi síðar til Katar en íslenska liðið og langflest önnur sem taka þátt á HM í handbolta hér í Katar.

Fulltrúar íslenskra fjölmiðla voru í sömu flugvél og danska liðið en það tók rétt tæpar sex klukkustundir frá Kastrup-flugvelli til Doha.

Við komuna til Katar sagði Guðmundur að undirbúningur danska liðsins hafi gengið vel og að hann hefði ekki áhyggjur af ferðaþreytu í danska liðinu, enda þægilegt að geta tekið beint flug frá Danmörku á keppnisstaðinn.

Fyrsti leikur Danmerkur verður gegn Argentínu í hinni glæsilegu Lusail-íþróttahöll annað kvöld klukkan 18.00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.


Tengdar fréttir

Vísir er kominn til Katar

Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×