Í hópfaðmlagi með Ásmundi Friðrikssyni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2015 10:08 Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar