Handbolti

Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson var svekktur eftir leik.
Björgvin Páll Gústavsson var svekktur eftir leik. vísir/eva björk
„Þetta er búið að vera upp og ofan hjá okkur í síðustu leikjum,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands, í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Svíum á HM í kvöld.

„Við erum okkur sjálfir erfitt fyrir og mætum eins og aular til leiks. Við látum bara verja okkur í kaf. Andersson átti stórleik - þetta er með betri leik sem ég hef séð markvörð eiga á móti okkur.“

„Sóknarleikurinn var ekkert svona slæmur. Andersson varði bara mikið og það fór illa með okkur,“ sagði Björgvin og bætti við:

„Þeir eru að spila hörkuvörn og hafa spilað góða vörn í gegnum tíðina. Við féllum í allar þær gryfjur sem við gátum gert í dag.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn:sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×