Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 16. janúar 2015 23:45 Vísir/AFP Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var vitanlega afar ósáttur við að hans menn hafi gert jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik í D-riðil á HM í Katar. Arnar Björnsson hitti Guðmund að máli eftir leikinn sem fór fram í Lusail-höllinni rétt utan höfuðborgarinnar Doha en viðtalið má sjá í heild sinni hér neðst í fréttinni. „Mér líður ekki vel. Þetta var lélegur leikur hjá okkur, sérstaklega í síðari hálfleikur. Ég var ánægður með margt sem við gerðum í fyrri hálfleik og fannst við gera margt sem lagt var upp með.“ „Þetta byrjaði því ágætlega en svo þarf ég að skoða hvað gerðist. Við hættum að spila boltanum og lentum í bölvuðu hnoði. Þetta var satt best að segja mjög undarlegur sóknarleikur,“ sagði Guðmundur enn fremur í viðtalinu við Arnar. „Við erum svo með einhverjar sjö brottvísanir í leiknum sem gerði þetta allt saman mjög erfitt. Línan sem dómararnir dæmdu eftir var mjög sérstök en ég ætla ekki að kenna þeim um þetta því við fengum nokkra sénsa í lokin til að gera út um leikinn - Mikkel Hansen og fleiri en það gekk ekki eftir.“ Rene Toft var búinn að fá tvær brottvísanir snemma leiks og Guðmundur sagðist hafa gert sér grein fyrir því að dómgæslan yrði á þessum nótum. „Það er dæmt allt og ekki neitt finnst mér. Svona er þetta stundum,“ sagði hann. „Ég hélt svo að við værum að ná að slíta okkur frá þeim og skipti mönnum til að dreifa álaginu og fá nýja menn inn. En það gekk ekki nægilega vel.“ „Ég trúði því mjög seint að við myndum missa stig í kvöld, miðað við að við fengum fjögur tækifæri til að gera út um leikinn. En það tókst ekki.“ Guðmundur ætlar að fara vel yfir leikinn með sínum leikmönnum. „Það eru ákveðnir menn þurfa að stíga upp og við þurfum að stíga upp. Þetta er ekki ásættanlegt og 100 prósent víst að það verður andvökunótt hjá mér.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði. 16. janúar 2015 09:30
Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Leik lokið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti