Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 09:49 Það var létt yfir þeim félögum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39