Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 09:49 Það var létt yfir þeim félögum á Hilton-hótelinu í morgun. Vísir/Eva Björk Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Það var skondin tilfinning að labba á milli blaðamannafunda danska landsliðsins annars vegar og þess þýska hins vegar en þjálfararnir sem sátu fyrir á báðum fundum voru íslenskir. Bæði lið dvelja á Hilton-hótelinu í Doha og voru fundirnir haldnir rétt við hvorn annan. Guðmundur reið á vaðið en þýska landsliðið hélt sinn fund hálftíma síðar. „Ég er búinn að fara vel yfir leikinn og nýtti nóttina til þess,“ sagði Guðmundur sem hóf sinn blaðamannafund á slaginnu 11.00, rétt eins og auglýst var. Danir eru að jafna sig eftir óvænt jafntefli gegn Argentínu.Guðmundur ræðir við blaðamann í morgun.Vísir/Eva Björk„Við spiluðum vel í 40 mínútur en nýttum ekki þá möguleika sem við fengum til að vinna leikinn. Það var margt smátt sem gerði það að verkum en heilt yfir voru síðustu tíu mínúturnar ekki góðar.“ „Ég er sannfærður um að leikmennirnir munu svara þessu á réttan hátt - bæði á æfingunni í kvöld og í leiknum [gegn Sádí-Arabíu] á morgun.“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper Það var öllu betra hljóðið í Degi Sigurðssyni enda unnu Þjóðverjar frábæran sigur á sterku liði Pólverja í gær, 29-26, sama liðinu og vann Þýskaland í undankeppni HM 2015 - eins furðulega og það hljómar. Dagur fór yfir leikinn í mjög stuttu máli en sagði að hann hefði ekki dvalið lengi við leikinn og strax byrjað að undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Rússum annað kvöld.Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva Björk„Rússar spila nútímalegri handbolta en oft áður og hafa tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum. Þar að auki gerir jafntefli Danmerkur og Argentínu riðilinn enn meira spennandi,“ sagði Dagur. „Lið eins og Argentína og Brasilía hafa oft sýnt á heimsmeistarakeppnum að þau eru hættulegur andstæðingur, sérstaklega í fyrstu leikjum mótanna. Þess vegna er ég ánægður með að mæta Argentínu ekki fyrr en seint í riðlinum [á fimmtudag].“Sjá einnig: Dagur: Þetta var alveg súper „En Rússar eru með góða leikmenn og frábæran þjálfara [Oleg Kuleshov] sem er einn besti leikstjórnandi minnar kynslóðar í handbolta,“ sagði Dagur sem var vitanlega sjálfur leikstjórnandi á sínum tíma. „Hann lætur liðið sitt spila góðan handbolta, nútímalegan og mér finnst að útlitið sé bjart fyrir Rússa á komandi árum.“ Dagur og Guðmundur verða báðir með lið sín í Lusail-höllinni á morgun. Þjóðverjar leika fyrst við Rússa klukkan 16.00 og Danir svo gegn Sádí-Arabíu klukkan 18.00.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Dagur: Þetta var alveg súper Dagur Sigurðsson byrjaði vel með Þjóðverja á HM og vann Pólland í fyrsta leik. 16. janúar 2015 22:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur stýrði Þýskalandi til sigurs í fyrsta leik Þýska landsliðið byrjar vel á HM í handbolta í Katar en strákarnir hans Dags Sigurðssonar unnu þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í sínum fyrsta leik í kvöld. 16. janúar 2015 17:39